Morgunn - 01.12.1938, Síða 98
222
MORGUNN
fullkomna trausti á andaleiðtogunum, að birta mjög áber-
andi á fremstu síðu í síðasta vikublaði þau ummæli þeirra,
að „England mun ekki lenda í ófriði“.
Að birta opinberlega svo afdráttarlausa staðhæfing á
þeim tíma, er allur heimurinn bjóst við og bjó sig undir,
að óðara skylli ófriður á og þegar enginn ábyrgur stjórn-
málamaður mundi treysta sér að segja hvað í næstu vænd-
um væri, til þess þurfti áræði, sem oss marga vnntar.
Hver sem niðurstaðan verður, þá hefir „Psychic News“,
með þeirri áhættu að geta hlotið óvirðing af, gefið spírit-
istum hvatning og fyrirmynd um óbilandi siðferðislegt
hugrekki“.
önnur spíritistablöð hafa einnig þekkt og skýrt frá
skeytum, er komið hafa og öll farið í sömu átt, og þau
hafa látið í ljósi þá von, að þau mundu rætast, en ekki
árætt að lýsa á þeim svo fullu trausti, því að vitanlegt
er að skeytum getur skjátlazt.
En um það sagði Silver Birch svo: Þegar um úrslit stór-
vægilegra mála er að ræöa og viö segjum aö þetta muni
veröa eöa muni elclci veröa, þá höfum við ráðfært oklcur við
alla þá á oklcar sviöi, sem hafa hæfileika til aö sjá þaö,
sem þið lcalliö ólcomiö. En þegar er um smærri mál að
ræða, úrslit, sem snerta aðeins líf einstaklinga, þá getur
hinn frjálsi vilji tafið áætlanir okkar, eða erfiðleikarnir
að samræma tíma ykkar við tímaleysi okkar stundum haft
áhrif á, hver niðurstaða verður.
1 sama blaði 24. sept., er skýrt frá spásögn fyrir fjórum
árum, um styrjaldarhættuna.
Það var 14. júlí 1934. White Eagle sagði þá: „Ófrið-
urinn, sem lengi hefir vofað yfir. er rétt kominn að því
að skella á. Fjórtándi september mun verða eftirminm-
legur dagur. Landið mun eiga allt undir kærleika ykkar
og trú á hið mikla hvíta ljós. England mun verða vígi
friðar og máttar. Styrjaldarumbrot í Norðurálfu erU
óhjákvæmileg".