Morgunn - 01.12.1938, Síða 100
224
MORGUNN
Kaíli úr prédikun
eftir séra Pétur T. Oddsson
á Djúpavogi.
[Það er kunnugt og hefir opt verið getið um það í
„Morgni“ og af engum mótmælt, að fjöldi íslenzkra presta,
sennilega meiri hlutinn,samsinnir starfi sálarrannsóknanna
og niðurstöðum þeirra. Hitt er samt ekki kunnugt, að þeir
flytji mikið um það í stólræðum, og því síður á presta-
stefnu eða öðrum samkomum presta. Ræðan, sem hér er
prentaður kafli úr, var flutt í dómkirkjunni 19. júní og
útvarpað, og var um upprisuna og sannanir fyrir henni.
Mun það vera eina stólræða, sem minnzt hefir sálarrann-
sókna og verið útvarpað. Því bað ég vin minn, séra Pétur,
að mega birta ummæli hans í Morgni. K. D.]
En er þá upprisan raunveruleg? Ég hygg að á síðustu
árum hafi hópur þeirra manna farið stórum vaxandi, er
dregur ekki í efa upprisu Krists. Fyrst og fremst vegna
aukinna sálrænna rannsókna og niðurstaðna þeirra. Enda
eru þær rannsóknir komnar það langt á veg, að hiklaust
má telja, að óskynsamlegra sé að draga nokkrar aðrar
ályktanir af þeim, en þær, að maðurinn lifi líkamsdauðann.
En hitt er satt, að framar ber oss, sem lærisveinum
Jesú Krists, að glata öllum fögrum vonum vorum, heldur
en að glata sannleikanum.
En það gerir upprisuna að stærsta og tímabærasta boð-
skap hvers tíma, að þar finnum vér hinn stærsta sann-
leik er snertir líf vort, og þar er ómælanlegt rúm fyrir
björtustu vonir vorar.
Enginn fræðimaður nútímans á sögulegu sviði telur
elztu heimildarrit vor um upprisu Krists í nokkru veikari
en nokkur önnur söguleg heimildarrit frá þeim tímum.
Og það væri að rjúfa samhengi sögunnar, að gjöra upp-
risu Krists að tilbúningi.
J