Morgunn - 01.12.1938, Page 113
MORGUNN
237
en hún færi fram. Hann staðhæfði, að án undantekningar væri
hinum framliðna hagur í því, að lík hans væri brent.
Til viðbótar því, sem hér hefir verið sagt, má benda lesendum
á það, sem segir í 10. árg. Morguns (1929), bls. 127—128.
Tvífari ^ síðasta hefti Morguns drap eg á það, að æski-
legt væri að menn vildu safna íslenzkum gögn-
um um það sálaræna fyrirbrigði, sem við nefnum venjulega tvífara.
Kynni þá að koma í ljós, hvort líkt er á komið með íslendingum
og Norðmönnum i þessu efni, eftir því sem Sir William Craigie
hefir sýnt að á sér stað í Noregi, en þó einkum austanfjalls, að
því er virðist. Hann bendir á, að svipað hafi átt sér stað i einu
béraði á Skotlandi; en svo vill til, að í því héraði settust Norðmenn
að fjölmennir fyrr á öldum. Væri gott, að þeir, sem einhverja
reynslu hafa í þessu efni, vildu skýra Sálarrannsóknafélaginu eða
Morgni frá henni.
Hér er um merkilegt rannsóknarefni að ræða, enda hefir það
lengi dregið að sér athygli vísindamanna erlendis, og heldur áfram
að gera það. í enska tímartinu Psychic Science var grein um það í
júlí-heftinu í sumar, en lagmerkasta innleggið í umræðurnar nú í
seinni tíð mun þó vera ný bók eftir hinn fræga enska dulfræðing
Ralph Shirley, sem stofnaði tímaritið Occult Review og var í þrjá-
tíu ár ritstjóri þess. Nefnist bókin The Mystery of the Human
Double og kostar 6s.
Það væri skemtilegt, ef íslendingar gætu lagt fram eitthvað
það, sem auka mætti fróðleik manna um þetta leyndardómsfulla
íyrirbrigði, og í öllu falli er fróðlegt að vita, hve títt það er hér
á landi, og þá einnig hvort menn sjá hér tvífara dýra.
Þó að slikt sé án efa fátítt, ber það þó við, að menn sjái sinn
eigin tvífara. Þannig t. d. sá Goethe sjálfan sig í fötum og á hesti,
sem hann eignaðist hvorugt fyr en átta árum síðar. í slíkum til-
íellum er úrlausnarefnið orðið býsna fjölþætt og felur meðal ann-
ars í sér hina ævagömlu spurningu, hvort tíminn sé í rauninni ekki
til annarstaðar en í hversdagsvitund vorri.