Morgunn - 01.12.1938, Side 115
MORGUNN
239
tímarita og blaða, að þau ganga úr sér og verða í færri
og færri manna höndum.
í annan stað er það, að í sálarrannsóknunum, máli, sem
er í örum vexti í heiminum, gjörast sífellt nýjungar og
þroskaatriði, sem nauðsyn er að kynnast.
Fyrir því er það samhuga álit stjórnar Sálarrann-
sóknafélagsins og annara félagsmanna, að því sé brýn
nauðsyn, að halda áfram málgagni sínu, því fremur sem
það á lítinn sem engan aðgang að öðrum ritum eða blöð-
um, til að starfa að útbreiðslu sinni og málefnis síns.
Hefir því verið ákveðið að gera það eins og að undan-
förnu, og væri þó félaginu nauðsyn á að eignast rit, er út
lcæmi oftar og með styttri millibilum. Það hefir að vísu
verið stungið upp á og nokkuð athugað, að Morgunn kæmi
út oftar í smærri heftum, en ekki fastráðið, en væntan-
lega mundu lesendur taka því vel, ef það síðar yrði að ráði
og auglýst.
Þótt ekki njóti lengur hinnar ágætu ritstjómar, er það
fullur ásetningur fjelagsins að vanda til ritsins svo sem
unnt er og að sem mestu gagni megi koma, og í því skini
halda því sem mest í sama sniði sem verið hefir og vin-
sælt er orðið, og einkum að fylgjast með helztu nýjung-
um, sem úti um heim verða í sálarrannsóknum og skýra
frá þeim.
Eins er það, að víðsvegar um landið gjörast sífellt sál-
ræn fyrirbrigði. Þegar þau hafa mikið sannanagildi, eink-
um frá nafngreindum mönnum, væri mjög æskilegt að
Morgni væri sendar skýrslur um þau. Nöfn sögumanna
yrðu þá að fylgja, en þau sjálfsagt ekki birt, ef þess er
óskað.
En allt er þetta mest komið undir stuðningi áskrifenda
og vina málefnisins, sem finna að það á brýnt erindi til