Morgunn - 01.12.1938, Page 117
liiiiiiiiimimiiiiiiiiiimiiiiiniMiMimmmimmiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiumiiiimiiiiiiinimii
S. R. F.'
í næsta mánuði — desember — er Sálarrannsókna-
félag Islands búið að starfa í tuttugu ár. Starfsemi fé-
lagsins hefir verið þess eðlis, að árangur hennar verður
ekki sýndur með neinum tölum, en það mun mála sann-
ast, að andlegt líf þjóðarinnar væri nú fátæklegra en
raun ber vitni um, ef félagið hefði aldrei til verið. Og ef
félagsmenn væru að spurðir, mundu þeir sennilega ljúka
upp einum munni um það, að þangað hefðu þeir sótt
bæði fræðslu og ánægju, enda hafa nokkrir af ágæt-
ustu mönnum þjóðarinnar fyrir það starfað, og innan
vébanda þess hefir ávalt ríkt eindrægni og samúð. Það
mundu og félagsmenn segja, að tillagi sínu til félagsins
(en það er 6 krónur) teldu þeir vel varið.
Reglulegir fundir í félaginu eru einu sinni í mánuði
frá september til maí og aukafundir þegar svo ber undir.
Gjaldkeri félagsins er Ásmundur Gestsson, Laugaveg
2, en menn geta líka innritað sig og greitt félagsgjald í
bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar, Austurstræti 4.
áiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMmiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiMii