Morgunn - 01.12.1986, Síða 7
PETUR PETURSSDN:
Trúarlegarhreyfingar
í Reykjavík
fvo fyrslu áratugi 20- aldar
Þriðji hluti
Spíritisminn og dultrúarhreyfingin
Hér birtist þriðji og siðasti hluta af ritgerð höfundar um trúarlegar
hreyfingar hér á landi í upphafi 20. aldar. Fyrsti hluti ritgerðarinnar þar
sem gerð er grein fyrir nýjum jarðvegi fyrir trúmálaumræðu og nýjum
trúarstefnum birtist í Sögu 1980, en annar hlutinn, þar sem fjallað var um
KFIJM og skyld félög birtist í Sögu 1981. f þessum þriðja hluta ritgerðar-
innar er fjallað um spíritismann og dultrúarhreyfinguna. Lýst er land-
námi spiritisma og guðspeki hér á landi, raktar þær hatrömmu deilur, sem
urðu um spiritismann á fyrsta áratugi þessarar aldar, en þá réðst afstaða
manna til hans mjög af stjórnmálaskoðunum þeirra. Meginkenning höf-
undar er sú, að dultrúarhugmyndir brjóti sér farveg upp á yfirborð á
tímum örra þjóðfélagsbreytinga, líkt og áttu sér stað hér í upphafi aldar-
innar. Þá setur hann fram þá kenningu að dultrúarhreyfingin, þ. e.
spiritismi, guðspeki og dulhyggja frimúrara, hafi gegnt ákveðnu hug-
myndafræðilegu hlutverki fyrir rísandi borgara- og millistétt á öðrum og
þriðja áratugi aldarinnar.
Inngangur.
Það sem hér er átt við með „dultrúarhreyfingunni á Is-
landi“, er í raun ekki samstæð heild, heldur samsafn af
hugmyndum og stefnum sem eiga margt sameiginlegt en
eru í einstökum atriðum á öndverðum meiði. En það er
svo margt, sem tengir og sameinar, eins og sýnt verður
fram á hér, að ástæða er til að tala um breiða hreyfingu
með rými fyrir ólík áhersluatriði innan sinna vébanda.
Einnig má tala um hliðargreinar frá meginhreyfingunni.
morgunn
5