Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Side 10

Morgunn - 01.12.1986, Side 10
að það er einmitt Isafold, sem geymir þennan boðskap prestaskólakennarans: Ræðumaður byrjaði mál sitt á að taka það fram, að kröfurnar um meira frelsi hefðu tekið að gera vart við sig á öllum svæðum mannlífsins og sýndi fram á, að þetta stæði í nánu sambandi við það, að mönnum hefði vaxið skilningur á gildi hins mannlega 'persónuleika yfir höfuð.5 AÐDRAGANDI OG UPPHAF Upphaf nútíma sjnritisma og guðspeki. Spíritisminn og önnur dultrú nútímans á sér að sjálf- sögðu ýmsar og margslungnar rætur, sumar langt aftur í fortíð mannsins. Ekki er þó vænlegt til skilnings á spíri- tismanum á 20. öld að setja jafnaðarmerki milli andartrú- ar þeirra, sem einkennir frumstæð þjóðfélög (anímismi), og nútíma spíritisma, þó svipuð fyrirbrigði sé að finna í frumstæðri andatrú og meðal spíritista. Viðfangsefni okk- ar birtist í gjörsamlega öðru menningarlegu og félagslegu samhengi, þannig að fræðilegar skýringartilgátur geta þangað litið sótt, enda hefur áðurnefnt jafnaðarmerki oft- ast verið sett í hita baráttunnar gegn spíritismanum. Leif- ar af andatrú má finna í flestum trúarbrögðum heims, einn- ig hinum svokölluðu æðri trúarbrögðum. Þegar leitað er að upptökum þess spíritisma, sem við þekkjum á okkar öld, beinist athyglin fyrst að þeim, sem helst voru mótaðir af nútíma viðhorfum og mesta höfðu menntunina, ekki að þeim sem einangraðir voru við frumstæð skilyrði. Annað mál er það, að duiarfull fyrirbrigði er að finna í þjóðsögum, og nægir þar að nefna draugatrúna. Það að spíritisminn varð fjöldahreyfing eða eins konar alþýðutrú (popular religion). Áhugi á spíritískum fyrirbrigðasögum og dular- fullum atburðum þjóðsagnanna er ekki óskyldur eins og getið verður hér á eftir. Hér reikna ég með þrem flokkum 4. Leturbreyting höfundar, Isafold. 9.7. 1899. 8 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.