Morgunn - 01.12.1986, Síða 11
trúar, álþýöutrú, þjóðtrú og kirkjutrú. Það má líkja þess-
ari flokkun við það, hvernig tónlist er skipt í dægnrlaga-
tónlist (popular), þjóðlagatónlist (folk) og klassísíca (þar
með kirkjutónlist) .5
Sálarrannsóknir og nútíma spíritismi eru oftast talin
eiga upptök sín um miðja síðustu öld. Beinir undanfarar
hreyfingarinnar voru dáleiðslu- og segulkraftalækningar
austurríska læknisins F. A. Mesmers, sem oft ganga undir
nafninu „animalmagnetismi”, og kenningar sænska vís-
indamannsins og dulspekingsins Emanuéls Swedenborgs,
um andann og tilvist mannsins eftir dauðann. Báðir voru
þeir uppi á 18. áld.° Hér ber að nefna kenningar Sweden-
borgs og sérstaklega sýnir hans og lýsingar á því sambandi,
sem hann taldi sig vera í við annan englaheim og æðri
máttarvöld. Um þessi mál ritaði hann mikið og vék þar m.
a. að guðfræðilegum ati’iðum. Hann var trúmaður mikill
og kom fram með nýstárlegar biblíuskýringar. Lækninga-
tilraunir Mesmers voru með yfirnáttúrulega ívafi og blönd-
uðust oft saman við dulspeki og stjörnuspeki (astrólógíu)
„Undralækningar" þessar voru vinsælar meðal yfirstétt-
arinnar í Evrópu í lok 18. aldar. 1 tengslum við þær komu
oft fram ýmis fyrirbrigði, sem almennt ganga undir nafn-
inu „miðilsfyrirbæri“, miðlasvefn, samband við andaverur
o. s. frv. Hreyfing þessi barst til Ameríku á fyrri hluta 19.
aldar og náði töluverðum vinsældum, þegar dró að mið-
biki þeirrar aldar. Ýmsir spekingar risu upp, sem í ritum
sínum boðuðu kenningar um framhaldslíf og annan heim,
byggðar á dularfullum fyrirbrigðum. Má þar fremstan telja
A. Jackson Davis, sem nefndur hefur verið hugmyndafræð-
ingur spíritismans í Ameríku. Sjálfir reka spíritistar upp-
haf sitt til ársins 1848 og þeirra dularfullu fyrirbrigða, er
5- P. Staples, Official and Popular Religion in an Ecumenical Perspective.
1 P.H. Vrijhof og J. Waardenburg, Official and Popular Religion 1979,
bls. 24-1' og áfram.
6. G.K. Nelson, Spiritualism and Society. Schocken Books, New Nork,
bls. 48 og áfram; E. Briem, spiritismens historia. Glerups, Lund 1922,
bls. 160 og áfram.
MORGUNN q