Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Side 14

Morgunn - 01.12.1986, Side 14
Hugmyndin um karma er til komin fyrir áhrif austrænna trúarhugmynda. Takmark mannsins er að losna undan lög- máli orsaka og afleiðinga, sem mótar lífsferil hans og lífs- stefnu, og sameinast guðdóminum i algerri hvíld. Þ^ssi andlega þróunarkenning gerir ráð fyrir því, að menn verði að taka afleiðingum gerða sinna í öðru lífi, þ. e. a. s. í næsta lífi á jörðinni. Þeir ,,endurholdgast“, fæðast aftur og aftur, þangað til þeir eru orðnir svo göfugir, að þeir eru þess umkomnir að hljóta hinn guðdómlega sess, takmark þróun- arinnar. Sþíritistar kenna einnig, að maðurinn verði í öðru lífi að taka afleiðingum gerða sinna, það sé ekki hægt að skella skuldinni á einhvern annan. En spíritistar gera ráð fyrir því, að maðurinn geti bætt ráð sitt í öðru lífi og þannig tekið framförum á þroskabrautinni. Þessar kenningar eru grundvöllur siðfræði bæði spíritista og guðspekinga. Fremsti hugmyndafræðingur íslenskra spíritista, Einar H. Kvaran, gerði þetta atriði að umtalsefni í fyrsta opinbera fyrirlestri sínum um málið í Reykjavík vorið 1905: Guð ætlast til, að maðurinn taki stöðugum framför- um í vitsmunum, þekkingu, heilagleik og kærleika. Hann verður að þoka sér sjálfur áfram á þessari leið fullkomn- unarinnar. ... Tilvera mannsins heldur áfram eftir dauð- ann, og þar uppsker maðurinn nákvæmlega eins og hann sáði hér, miklu nákvæmar en vér getum gert oss hug- mynd um í þessu lifi. Þar hefur það ekkert gildi, hve mikið eða lítið vér komum með af trúargreinum í hug- anum, heldur eingöngu hitt, hve vel oss hefur tekist að laga huga vorn eftir guðs vilja.1-1 Hér erum við komin að þeim grundvallarmismun, sem var á guðfræði spíritismans og guðspekinnar annars vegar og guðfræði KFUM og skyldra félaga hins vegar. Þeir síðar- nefndu héldu á einn eða annan hátt í hugmyndina um eilífa útskúfun, fórnardauða Krists fyrir syndir mannanna og 14. Einar H. Kvaran, Eitt veit ég. Eriruli og ritgerðir um sálrœn efni. SRFl 1959, bls. 28—29. 12 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.