Morgunn - 01.12.1986, Qupperneq 15
játningagrundvöll kristinnar trúar.16 Eins og greint verður
frá hér á eftir, sögðu íslenskir spíritistar og guðspekingar
sig ekki úr lögum við kirkjuna, en þeir gagnrýndu þessi
atriði að svo miklu leyti sem þeir töldu þau vera hindrun
á þroskabraut þess einstaklings, sem í einlægni leitaði að
kærleiksríkum Guði.
PÓLITlSKT GILDI SPlRITISMANS
Eiga fyrirbrigðin sér stað t raun og veru?
Grundvallarspurningin var auðvitað. Eiga hin dularfullu
fyrirbrigði sér stað í raun og veru og hvers eðlis eru þau?
Tilraunafélagið var stofnað tii þess að athuga málið, og
ekki verður annað sagt en því hafi tekist bærilega að koma
undir sig fótunum fjárhagslega og vekja áhuga manna á
rannsóknunum. Sennilega hefur einmitt þessi tilkomumikli
ytri búnaður, félagar úr efri stigum þjóðfélagsins, stjórnin,
húsið o. s. frv. gert það að verkum, að spurningin um raun-
veruleika fyrirbrigðanna varð stærri og óhjákvæmilegri en
annars hefði orðið, a. m. k. hefur þetta magnað upp þá
ákveðnu andstöðu, sem lýst var hér að framan. Deilurnar
hefðu ekki orðið jafn víðtækar í bæjarlífi Reykjavíkur, ef
rannsóknirnar hefðu farið fram á einkaheimilum. Það sem
mótstöðumönnunum sveið undan sárast, var, að spíritistar
kynntu sjálfa sig sem píslarvotta sannleikans og vísinda-
legra framfara, og sú stóryrta andstaða, sem málefni þeirra
varð fyrir, gerði þá enn vissari í þeirri trú og vakti enn
fleiri til íhugunar um það, hvort fyrirbrigðin ættu sér stað
í raun og veru. Einar H. Kvaran átti það til að þakka and-
stæðingunum fyrir ,,stuðning“ þeira við málefnið, og hefur
nokkur sannleikur legið í þeim orðum, e. t. v. meiri en Ein-
ar gerði sér þá ljóst. Hann skrifar í Isafold í nóvember 1908:
Og ekki hafa ofsóknirnar heldur getað hnekkt starfi
Tilraunafélagsins. Það hefir aldrei verið með öðrum eins
15. Drepið var á þessi atriði í öðrum hluta þessarar ritgerðar, Saga XIX
1981, bls. 238.
MORGUNN t q