Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Síða 18

Morgunn - 01.12.1986, Síða 18
ur þetta getað haft, því „ofsóknunum“ slotaði að mestu eft- ir þetta. Einnig má til sanns vegar færa, að um trúarbragðaof- sóknir væri að ræða, að svo miklu leyti sem andstæðingar spíritista skrifuðu meiðandi um trúar- og lífsskoðanir þeirra, þegar hitinn var sem mestur í blöðunum. Tilrauna- félagsmenn töldu þá sjálfir, að vegið væri að skoðana- og fundafrelsi þeirra. Islendingar höfðu á þessum árum í raun og veru ekki lært að meta og virða trúfrelsið, sem þeir fengu „ókeypis" með stjórnarskrá konungs árið 1874. Mis- munandi trúmálaskoðanir voru nánast óþekkti fyrirbrigði í Reykjavík fyrir aldamót, og á fyrsta áratug þessarar aldar þurftu jafnvel frjálslyndir og víðsýnir blaðamenn að æfa sig í þeirri dyggð að virða ólíkar trúarskoðanir annarra. Stjórnmálin og spíritisminn. Blaðadeilurnar á fyrsta áratug þessarar aldar um spíri- tismann sýna, að afstaða blaðanna tii stjórnmála og spíri- tisma fór saman. Til að gera þessa mynd enn fyllri má bæta því við, að Þjóöviljinn, undir ritstjórn Skúla Thoroddsens, studdi málið, enda var Skúli einn af stofnendum Tilrauna- félagsins, eins og áður segir. En hann hélt þó blaði sínu að mestu utan við deilurnar. Athyglisvert er, að blaðið Ingólfur, málgagn Landvarn- arflokksins, tók engan þátt í þesum deilum og birti nánast ekkert þeim viðkomandi nema vottorð frá Tilraunafélags- mönnum 1908 um, að svik hefðu ekki fundist varðandi fyr- irbrigðin í sambandi við Indriða miðil.8 Þó má geta þess, að dr. Helgi Pjeturss, sem var náinn vinur og skoðana- bróðir margra landvarnarmanna, hóf að rita greinar um ýmis dulræn fyrirbrigði, sem einnig voru á dagskrá hjá spíritistum, og birti hann þær aðallega í Ingólfi. Greinar þessar voru með þjóðlegu ívafi, og var komið víða við í þeim. Komu þar smám saman fram þær sérstæðu kenn- ingar, sem 1919—1922 birtust í bók, sem hét Nýall. 1 þessu 8. Ingólfur 15.11. 1908. 16 MORGUNN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.