Morgunn - 01.12.1986, Qupperneq 18
ur þetta getað haft, því „ofsóknunum“ slotaði að mestu eft-
ir þetta.
Einnig má til sanns vegar færa, að um trúarbragðaof-
sóknir væri að ræða, að svo miklu leyti sem andstæðingar
spíritista skrifuðu meiðandi um trúar- og lífsskoðanir
þeirra, þegar hitinn var sem mestur í blöðunum. Tilrauna-
félagsmenn töldu þá sjálfir, að vegið væri að skoðana- og
fundafrelsi þeirra. Islendingar höfðu á þessum árum í raun
og veru ekki lært að meta og virða trúfrelsið, sem þeir
fengu „ókeypis" með stjórnarskrá konungs árið 1874. Mis-
munandi trúmálaskoðanir voru nánast óþekkti fyrirbrigði í
Reykjavík fyrir aldamót, og á fyrsta áratug þessarar aldar
þurftu jafnvel frjálslyndir og víðsýnir blaðamenn að æfa
sig í þeirri dyggð að virða ólíkar trúarskoðanir annarra.
Stjórnmálin og spíritisminn.
Blaðadeilurnar á fyrsta áratug þessarar aldar um spíri-
tismann sýna, að afstaða blaðanna tii stjórnmála og spíri-
tisma fór saman. Til að gera þessa mynd enn fyllri má bæta
því við, að Þjóöviljinn, undir ritstjórn Skúla Thoroddsens,
studdi málið, enda var Skúli einn af stofnendum Tilrauna-
félagsins, eins og áður segir. En hann hélt þó blaði sínu að
mestu utan við deilurnar.
Athyglisvert er, að blaðið Ingólfur, málgagn Landvarn-
arflokksins, tók engan þátt í þesum deilum og birti nánast
ekkert þeim viðkomandi nema vottorð frá Tilraunafélags-
mönnum 1908 um, að svik hefðu ekki fundist varðandi fyr-
irbrigðin í sambandi við Indriða miðil.8 Þó má geta þess,
að dr. Helgi Pjeturss, sem var náinn vinur og skoðana-
bróðir margra landvarnarmanna, hóf að rita greinar um
ýmis dulræn fyrirbrigði, sem einnig voru á dagskrá hjá
spíritistum, og birti hann þær aðallega í Ingólfi. Greinar
þessar voru með þjóðlegu ívafi, og var komið víða við í
þeim. Komu þar smám saman fram þær sérstæðu kenn-
ingar, sem 1919—1922 birtust í bók, sem hét Nýall. 1 þessu
8. Ingólfur 15.11. 1908.
16
MORGUNN