Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Page 21

Morgunn - 01.12.1986, Page 21
sumarið 1906 og fram á haustið 1908, og Isafold og Fjall- konan drógu einnig úr skrifum sínum um málið, eins og áður hefur verið bent á. Má vera, að Blaðamannaávarpið og aðdragandi þess hafi átt sinn þátt í að draga úr þessum blaðaskrifum.12 Eftir að FjaUkonan varð landvarnarblað frá ársbyrjun 1907, birtist þar ekkert um spíritismann, hvorki með né á móti. Áður hefur verið bent á, að haustið 1908 var Lög- rétta mun harðorðari í garð spíritista en Þjóðólfur, og end- urspeglar það þá þróun, að Lögrétta var að verða aðalmál- gagn Heimastjórnarflokksins. Einar var formaður Tilraunafélagsins, og Björn var í stjórn þess. Haraldur Níelsson var einnig í stjórn og mun hafa hallast að stjórnarandstöðunni, þó ekki væri hann til- takanlega afskiptasamur af stjórnmálum.13 Þótt Einar væri aldrei þingmaður, var hann einn af mestu áhrifamönnum í íslenskum stjórnmálum um aldamótin. Þorsteinn Gíslason telur í stjórnmálasögu sinni, að hann hafi átt mestan þátt í að afla valtýskunni fylgis á Islandi, þótt Björn Jónsson ætti að heita foringi hennar.14 Einar var þá þegar orðinn einn allra vinsælasti rithöfundur landsins, og átti hróður hans eftir að vaxa á því sviði.15 Hafa ber i huga, að ritstjór- ar höfðu lykilstöðu í stjórnmálalífinu á Islandi á þessum árum, og flokkamyndanir voru oft lítið annað en tíma- bundin samtök meðal þingmanna, er tryggt höfðu sér stuðning einhvers blaðs. Valtýr sjálfur var þó ekki spíritisti, og kemur það fram í ritdómum hans í símariti þvi, er hann gaf út í Kaupmannahöfn, Eimreiðinni. Þar var fjallað um 12. Á þetta hefur Helga Þórarinsdóttir einnig bent í ritgerð sinni: Upp- haf spíritismans á Islandi, 1977, í vörslu Háskólabókasafns, bls. 30. 13. Haraldur Nielsson, Bréfakaflar. I Haraldur Níelsson. StríSsmaÍSur ei- lífSarvissunnar 1868—1968, SRFÍ, Rvik 1968, bls. 291. 14. Þorsteinn Gíslason, Þættir úr stjórnmálasögu Islands árið 1896—1918. 1 Þorsteinn Gíslason. Skáldskapur og stjórnmál, Almenna bókafélagið, Rvík 1966, bls. 1445. 15. Stefán Einarsson, History of lcelandic Prose Writers 1800—1940, Is- landica XXXII.—XXXIII, Ithaca, New York 1948, bls. 94 og áfram. MORGUNN 1 Q

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.