Morgunn - 01.12.1986, Blaðsíða 22
spíritisma og guðspeki með varúð.16 Þess má geta, að eftir
að Valtýr lét af ritstjóm, birti Eimreiðin töluvert af efni
úr fómm spíritista og sýndi því máli öllu mikla athygli.
Sagt var, að Valtýr hefði bægt frá tímaritinu greinum and-
stæðum spíritisma, fyrst og fremst af stjórnmálaástæðum.17
Allir forkólfar spíritismans voru sömumegin í stjórn-
málaátökum þessara ára, átökum sem einkenndust almennt
af afar illskeyttum blaðadeilum. Þar var ekki skirrst við að
draga inn flest það, sem nýtilegt þótti til að klekkja á
andstæðingnum. Því er það í sjálfu sér ekki undarlegt, að
spíritisminn og afstaðan til sálarrannsóknanna yrði slíkt
hitamál. Verður ekki séð, að annar aðilinn hafi átt meiri
sök en hinn; báðir þóttust öruggir um réttmæti síns máls-
staðar.
Þegar um er að ræða djúpstæð atriði, sem snerta lífs-
viðhorf og trúarskoðanir manna, má búast við, að mál-
efnið setji sinn svip á viðhorf manna til stjórnmála. Það
er ekki laust við, að foringjum Framsóknarflokksins eldri
hafi verið svo farið. Spíritisminn var nátengdur trú þeirra
á gildi einstaklingsins og trúnni á frelsi, umburðarlyndi og
mannúð. Einnig er áberandi, að þeir tengdu málefnið
trúnni á framfarir tækni og vísinda og þann nýja heim, sem
þær boðuðu mannium. Ekki var unnt fyrir sannleiksleit-
andi og heiðarlega blaðamenn að láta slíkt kyrrt liggja, og
af þessum ástæðum átti Björn Jónsson erfitt með að sætta
sig við að „fara í algert bindindi“ í þessu máli.
Björn Jónsson segir i bréfi því til Valtýs Guðmundsson-
ar, sem áður er til vitnað, þar sem hann réttlætir afskipti
sín af málinu:
Þekkingarvitund (ekki tóm trúarvitund) um annað
líf gjörbreytir frá rótum allri afstöðu manna við öllum
„álum“. Það gefur þeim nýja basis, þar á meðal okkar
íslensku stórpólitík. Það veitir öðruvísi Rygrad í þeirri
16. Sjá EimreiSin XII 1906, bls. 229 og áfram, XXI 1915, bls. 227 og
áfram og XXIII 1917, bls. 55.
17. Lögréíta 21.3. 1906.
20
MORGUNN