Morgunn - 01.12.1986, Síða 23
baráttu sem annarri. Það spyrja færri þá en áður um,
hvort mönnmn líkar betur eða verr sú eða sú fram-
koma. Dóma heimskingja, hátt settra eða lágt í mann-
félaginu, þessu máli viðvíkjandi, lætur maður sér í litlu
rúmi liggja og breytir ekki um stefnu. ... Eg geng að
því vísu, að þú munir kalla þetta ofstækiskennt, hátt
eða í hljóði. En eg hefi aldrei verið rólegri í nokkru
máli.18
Skúli Thoroddsen skrifar Þorsteini Erlingssyni í desem-
ber 1905, en Þorsteinn var, að minnsta kosti þá, afhuga
slíkum boðskap. ,,En sleppum þessu, enda stúdera ég nú
um jólin bók 'Wallaces um spíritisma, og þar opnast víðsýni
mikið og gjörist bjart yfir alheiminum.“1!’ Næsta ár skrifar
hann í blað sitt Þjóðviljann:
En hvað sem þessu líður, virðist þó ýmislegt benda á
það, að spíritisminn geti ef til vill verið það þýðingar-
mikla málefni, er leitt geti hið hulda í ljós, og hafi þá
stórkostleg áhrif á siðferði manna og skoðun þeirra á
lífinu, ef sannanir fást nægar.20
Það er greinilegt, að þessir menn eru í dauðaleit að nýj-
um siðferðisgrundvelli íslenskra stjórnmála og félagsmála
yfirleitt. Ekki var vanþörf á. Eins og áður segir, voru menn
í pólitískum sviptingum þessara ára, jafnvel þeir er áður
höfðu verði vinir og samherjar, reiðubúnir að svipta hver
annan ærunni opinberlega. Björn og Skúli þekktu af eigin
reynslu slík hjaðningavíg.
Á þessum árum efldist „Danahatur" á Islandi, og not-
færði stjórnarandstaðan sér það til pólitísks ávinnings,
enda varð sú þjóðernishreyfing, sem greip um sig og birtist
í Blaðamannaávarpinu, á Þingvallafundinum 1907 og í
andstöðu gegn „Uppkastinu", til þess, að stjórnarskipti
18. Bréf Björns Jónssonar til Valtýs Guðmundssonar 4.2. 1906. 1 LaunráS
og landsfe&ur, bls. 346.
19. Jón Guðnason, Skúli Thoroddsen II, Heimskríngla, Rvík 1974, bls. 386.
20. ÞjáSviljinn 20.10. 1906.
morgunn 21