Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Side 24

Morgunn - 01.12.1986, Side 24
urðu árið 1909 og Björn Jónsson settist í ráðherrastólinn. I blaði hans má sjá að því vikið, að lítilsvirðing Dana al- mennt á sálarrannsóknum og spíritisma sé þeim ekki til sæmdar, þótt raunar hafi mátt búast við slíku úr þeix’ri átt.21 Á Þingvallafundinum, sem Björn Jónsson setti, var Haraldur Níelsson einn af ræðumönnum og Einar H. Kvar- an mjög ábei’andi. Indriði miðill vakti þar mikla athygli, þegar hann reið ljósgráum gæðingi, sem hann hafði fengið að gjöf frá Birni og hét öndungur. Bar hann bláhvíta fán- ann, sem blakti í golunni, er hann reið eftir Almannagjá.22 Þetta sýnir m.a., að forsprökkum Þjóðræðisflokksins fannst ekki ástæða til að fara í felur með hina nýju opin- berun sína og gátu jafnvel hugsað sér, að hún yrði þeim til styrktar í baráttunni fyrir hugsjónum sínum. Þegar andstæðingarnir þrengdu að þeim, fannst þeim einnig ástæða til að beina því til ,,stjói’narhöfðingjanna“ að minna ritstjóra sína á, að það væri félagafrelsi og skoðanafi’elsi í landinu, og töldu ofsóknii'nar póiitískan áróður íhalds- og afturhaldsafla.23 Stjórnarliðum var því nokkur vorkunn, þótt þeir gi’ipu tii þess að tal aum „Valtýska di’augafélagið" o. s. frv. I Þjóðólfi stóð þessi vísa í apríl 1906: Valtýinga vita nú þver vond eru syndagjöldin dularfullir dratta hér draugarnir á kvöldin.24 Segja má, að afstaðan til spíritismans, eins og hún birt- ist í blöðunum, hafi í meginatriðum fallið saman við af- stöðuna í stjórnmálum allan fyrsta áratug þessarar aldar. En slíkt gat eðli málsins samkvæmt ekki gengið til lengd- ar, m. a. vegna þess að almennur áhugi á málinu hafði vakn- að og menn tóku að fást við tilraunir með dularfull fyrir- brigði, án tillits til stjórnmálaskoðana. Miðilshæfileikar 21. Isafold. 7.2., 2.5. og 12.5. 1906. 22. Ari Amalds op. cit., bls. 128; fsafold 6.7. 1907. 23. Fjallkortan 7.4. 1905 og 12.1. 1906. 24. ÞjöSólfur 27.4. 1906. 22 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.