Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Side 27

Morgunn - 01.12.1986, Side 27
gerðist bjart yfir alheimi.“ Nýir möguleikar opnuðust, og framtíðin virtist bjóða eilífa þróunarmöguleika. „Gildi mannlegs persónuleika yfir höfuð,“ eins og Jón Helgason, síðar biskup, orðaði það, varð mönnum ljóst, ásamt frelsi mannsins og mikilvægi sannleiksleitar hans. Þetta skyldi verða viðmiðun hins nýja samfélags. Sálarrannsóknamaðurinn Guðmundur læknir Hannesson dregur ályktanir af hinum nýju uppgötvunum í lok greina sinna í Norðurlandi: Nú varð heimurinn aftur ómælanlegur og takmarka- laus skáldlegur og dularfullur þrátt fyrir allt. Og það lýsti af nýrri von í sálum manna, voninni um ljósa þekk- ingu í stað óljósrar trúar um nýjar sigurvinninga manns- andans, hálfu glæsilegri en nokkru sinni fyrr.29 Dultrúarfélagið Systkinabandið á Akureyri hafði sem takmark ,,að styðja sameiginlega viðleitni félaga til and- legs þroska og tímanlegrar hagsældar.“30 Þetta var boð- skapur, sem hentaði hinni nýju íslensku borgarastétt, sem var að hasla sér völl og festa rætur í íslensku samfélagi á fyrsta og öðrum tug aldarinnar. AFSTAÐAN TIL TRÚAR OG KIRKJU Heimspeki og didhyggja Eitt dæmi um það hvert stórmál spíritisminn var í and- legu lífi Reykvíkinga og raunar allra landsmanna þegar á fyrsta áratug aldarinnar var, að fyrstu Islendingarnir, sem luku háskólaprófi í heimspeki, þeir Ágúst H. Bjarnason og Guðmundur Finnbogason, létu báðir til sin taka í þeim umræðum, sem fram fóru. Ágúst var eins og áður segir á annarri skoðun en spíritistar um orsök og eðli fyrirbrigð- anna, en hann mun hafa talið mikilsvert að rannsaka þau. 29. Þjófiviljinn 14.12. 1905. 20. NorfiurlancL 18.3. 1911. MORGUNN 25

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.