Morgunn - 01.12.1986, Blaðsíða 35
að svala trúarþörf sinni á fullkomnari og frjálsmannlegri
hátt en átt hefur sér stað í margar aldaraðir.0
1 framhaldi þessarar greinar í næsta tölublaði Morgun-
blaðsins tekur höfundur sérstaklega til umræðu spíritis-
mann og guðspekina og telur framgang þeirra stafa af sann-
leiksást og eilífðarþrá, sem sé eðlislæg íslensku þjóðinni,
en hafi ekki fengið að njóta sín fyrr en nú.* 7
Svipaðar hugmyndir koma fram hjá forstjóra SlS, Hall-
grími Kristinssyni, í bréfi skrifuðu í febrúar 1919 til bróð-
ur hans, Jakobs Kristinssonar.
Mönnum hefur aukist víðsýni og stórhugur þessi ófrið-
arár, þótt við mikla örðugleika hafi verið að stríða.
Samvinnumálin færast í aukana, fossar verða teknir í
þjónustu iðnaðarins, samgöngur batna stórum, járn-
brautir, máski flugvélar, koma innan skamms. Allt þetta
er hugsað og talað, og eitthvað af því verður meira en
orðin tóm. Síðast en ekki síst tel ég, að andlegu málun-
um virðist ætla að þoka vel áfram. Spíritisma og guð-
speki eykst fylgi, og margir yngri menn hyggjast að
gangast fyrir umbótum menntamála yfir höfuð. Ný-
stofnað Sálarrannsóknarfélag Islands og í það komnir
300 manns. .. .8
Niðurstaða af því, sem hér á undan er sagt, styður áður-
nefnda kenningu um það, að hin dulræna þekking, sem
oftast þróast sem afkimi samfélagsins, brjóti sér fai’veg að
yfirborðinu á tímum örra breytinga í þjóðfélaginu og
menningunni.9
Hið nýja Island reis í hjúpi dulhyggju, og hin dulræna
reynsla hafði í sér fólginn nægan sköpunarmátt til þess
að sannfæra forystumenn í þjóðlífinu um, að þeir sæju rétt.
6. Morgunblaðifi 11.10. 1919.
7• Ibid., 14.10. 1919.
8- Páll H. Jónsson, tJr Djúpadal aS Arnarhóli. Sagan um Hallgrím
Kristinsson, Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri 1976, bls. 257.
9- Sjá aftanmálsgrein 10.
MORGUNN oo