Morgunn - 01.12.1986, Qupperneq 37
ar. Báðir börðust þeir fyrir trú sinni, og þótt þeir væru í
minnihluta, fóru þeir með sigur af hólmi. Þeir höfðu
stuðning hvor af öðrum í upphafi, en í lok annars áratugar
þessarar aldar höfðu þessi vináttubönd slitnað, en ekki
sársaukalaust12
Raunsönn mynd af trúarlegum hreyfingum í Reykjavík
þeirra ára, sem hér um ræðir, fæst ekki nema tekið sé
mið af hvoru tveggja, annars vegar áhrifamætti og leið-
togahæfileikum (charisma) einstakra manna og hins veg-
ar þeim félagslega veruleika, sem við var að etja. Félags-
fræðileg umfjöllun getur hér ekki stuðst við neina þumal-
fingursreglu, þessir þættir takast á og skapa söguna og
hafa margvísleg og gagnvirk áhrif hvor á annan.13
Þegar litið er á þessa tvo áratugi sem eina heild, hverfa
einstaklingarnir meira í skugga þeirra félagslegu og efna-
hagslegu afla, sem settu svip sinn á tímabilið. Fyrri ára-
tugurinn einkennist af örum breytingum og sveiflum á
trúmálasviðinu, og oft virðast tilviljanakenndar ráðstaf-
anir ráða ferðinni. Óvænt tengsl hugmynda, hópa og ein-
staklinga einkenna þennan áratug, og má sem dæmi um
það nefna, að Haraldur Níelsson var í fyrstu stjórn
KFUM. Eins má í þessu sambandi nefna hina einkennilegu
samvinnu milli hins evangelísk-lútherska fríkirkjusafnaðar
og aðventista. En þegar kemur fram á annan áratuginn,
taka línurnar að skýrast, og í ljós koma þær tvær hreyf-
ingar, sem settu svip sinn á trúmálaumræðuna í landinu
næstu áratugina, KFUM og skyld félög annars vegar spíri-
tisminn og dultrúarhreyfingin hins vegar. Sértrúarflokkar
náðu ekki neinni varanlegri fótfestu í íslensku þjóðfélagi
og höfðu lítil áhrif á trúarlíf þjóðarinnar. KFUM og KFUK
voru hreyfingar innan þjóðkirkjunnar, nánar til tekið dóm-
12.. Jónas Haralz, Haraldur Níelsson. 1 FaSSir minn, presturinn, Skuggsjá
1977, bls. 103.
13. Þessi afstaða kemur hvað greinilegast fram hjá Marx Weber í lok
bókarinnar The Protestant Ethic and the Spring of Capitalism, sem
birtist fyrst sem ritgerð 1904, og ennþá greinilegar í þeim neðan-
málsgreinum, sem fylgdu seinni útgáfum.
MORGUNN oc