Morgunn - 01.12.1986, Qupperneq 43
með og utan um hann líkt og upplýstur hjúpur. Hugmynd
hans um ósýnilega orku sem umlykur einstakling minnir
einstaklega mikið á það sem menn kalla áru mannsins í dag.
U. þ. b. einni öld eftir Paracelsus setti hollenskur læknir,
Jan Baptista van Helmont fram kenningu um alheimslega
orku sem umhverfði alla náttúru og sem ekki væri hægt
að mæla eða vigta. Hann lýsti þessu sem „hreinum, iifandi
efni sem hefði áhrif á alla hluti og allann alheim“. Hann
gæti hafa verið að lýsa segulkrafti þegar hann sagði:
„Öskýrð áhrif sem hlutir verða fyrir gagnvart hverjum
öðrum, jafnvel í f jarlægð hvort sem er af aðdráttarafli eða
áhrifum."
1 byrjun 17. aldar hafði Englendingurinn Dr. Robert
Pludd svipaðar skoðanir uppi og taldi að lífsorka kæmi
í líkamann i gegnum öndunina og lagði áherslu á að sólin
væri lífsgjafi allra lifandi skepna á jörðinni. Þessi enski
læknir, launspekingur og gullgerðarmaður, taldi að ósýni-
leg alheimsorka byggi í öllum lifandi sköpunarverkum.
Eðlissegidkraftur.
í kringum 1770 ætlaði austurríkismaður, Anton Mesmer,
sér að breyta læknasögu Evrópu með segulkraft að vopni,
til lækninga. Hann trúði því að allt í náttúrunni væri hald-
ið ákveðnum krafti sem birti sig með sérstökum hætti í
öllum hlutum og nefndi það ,,eðlissegulkraft“. Kenning
hans gekk m. a. út á það, að mögulegt væri að hafa áhrif
á þennan kraft með segulmagni, hægt væri að hafa áhrif
hann, geyma og flytja til milli innri og ytri líkama. Hann
taldi einnig að þessi orka hefði á líkan hátt birtu sem væri
hægt að auka með hljómum. Mesmer taldi, að með því að
hafa áhrif á þessa orku, væri hægt að lækna ýmsa sjúk-
dóma. En 1784 gaf Franska vísindaakademian út skýrslu,
t>ar sem (Benjamín Franklín, þá sendiherra Bandaríkjanna
1 Frakklandi var þar á meðal) hafnað var segulmagnslækn-
ingum og Mesmer dæmdur svikahrappur. Mesmer dó 1815
vonsvikinn og útskúfaður maður. Benjamín Franklín var
seinna hylltur sem sá er uppgötvaði rafmagnið „alheims-
morgunn a 1