Morgunn - 01.12.1986, Blaðsíða 44
orkuna“, sem féll vel inn í vestrænar kenningar um lífsork-
una.. Á sama tíma og Mesmer var uppi var annar maður,
Luigi Galvani, ítalskur læknir, sem hélt því fram að lif-
andi efni innihéldi orku. Galvani kallaði þessa orku „lífs-
orku“ og átti þá við „eðlisrafmagn“ hlutana, vegna þess
að hún sýndist frábrugðin eðlilegu rafmagni. Galvani tók
eftir því að hún virtist hafa hæfileika til breytinga, þ. e.
minnka eða aukast. Þessi lífsorka virtist vera í hringrás
innan líffærastarfseminnar og viðhélst vegna flókins sam-
bands við ,rafmagn“ umhverfisins. En því miður vegna þess
að Galvani skorti nauðsynleg tæki, gat hann aðeins gefið
upp tilveru rafsegulmagns innan líffærastarfseminnar —
kenningu sem vísindin í dag hafa nýlega byrjað að kanna.
„Odic“orka.
1 framhaldi af vinnu Mesners eyddi Karl Von Reichen-
bach, þýskur iðnrekandi, efnafræðingur og uppgötvari
„Creosote“ nærri þrjátíu árum í rannsókn á alheimlegri
orku sem hann kallaði „Odic“orku. Rannsóknir Reinchen-
bach hófust eftir að hann uppgötvaði að „sterkur segull
sem getur lyft fimm kílóum og er hreyfður með líkama
manns getur oft framkallað óvenjulegar tilfinningar, t. d.
fyrir köldu lofti.“ Reichenbach uppgötvaði að fólk sem
fann auðveldlega fyrir þessum áhrifum voru gjarnan ein-
staklingar með raskað tilfinningalíf. Þeir sem sterkast
fundu fyrir þessum áhrifum segulsins kallaði hann „þá til-
finninganæmu". 1 kyrru umhverfi gátu þeir séð loga, neista,
ljósgeisla og hvíta móðu hreyfast umhverfis póla segulsins.
1 myrkvuðu herbergi gátu þeir og séð svipuð fyrirbrigði
í kringum fingurgóma fólks.
1845 gaf Reicheubach út bókina „Researches on Magnet-
ism, Electricity, Heat and Light in their relation to the
Vital Power“. Afrakstur þrjátíu ára rannsókna hans var
almennt lítill gaumur gefinn og kenningin um „Odic“orkuna
vakti ekki áhuga vísindamanna þeirra tíma. Kenningu
Reichenbach er hægt að draga saman á eftirfarandi hátt:
„Odic“orka er það sem er samkennt með öllu efni i al-
42
MORGUNN