Morgunn - 01.12.1986, Síða 47
aðskildum sviðum, „það fyrsta með dökkum köntum, hálf-
ann sentimetra breitt, allt umhverfis líkamann. Þetta var
eteriski tvífarinn. Utan við þetta var innri ára, þétt lag
samhliða líkamanum, það var frá þremur upp í átta senti-
metra á breidd, að síðustu kom ysta sviðið, sem hafði ekki
neinar sérstaka lögun“. Til viðbótar sýndist áran breytast
eftir kyni, aldri, hugarhæfileikum og heilsu þess sem rann-
sakaður var. Litirnir voru mismunandi, en blái liturinn
ráðandi. Líkt og Reicenbach voru uppgötvanir Kilners lítill
gaumur gefinn af starfsbræðrum hans. Kilner hafði tekið
eftir því að í hinu daufkennda mistri höfðu orðið breyting-
ar á lögum og skírleika frá degi til dags og varð döggt við
veikindi. Kilner fann upp nákvæmt kerfi læknisfræðilegrar
greiningar á litum og samsetningu árubliks sjúklings. En
því miður varð dráttur á að þetta yrði rannsakað frekar.
Það varð ekki fyrr en við tilkomu Kirlian-ljósmyndatækn-
innar sem tilraunir hófust að nýju á þessu sviði.
N-geislar.
Árið 1904 fékk prófessor Blondot við háskólann í Nancy,
Frakklandi, Lecompte verðlaunin fyrir lýsingu hans á N-
geislunum, áður óþekktum geislum sem bæði eru í lífrænu
sem ólífrænu efni. Kenning Blondot var að segulmagn,
efnaverkanir, sólin, plöntur, maðurinn og dýralíf, geislaði
allt út svokölluðum N-geislum, einnig að málmar sem
hafa ákveðið mólekúljafnvægi geisli einnig út slíkum geisl-
um. 1 athugunum sínum á útgeislun mannslíkamans tók
Blandot eftir því að aukin athygli og hugsun jók þessa út-
geislun. Hann tók einnig eftir því að N-geislun jókst við
birtu. Margar uppgötvanir Blondot svipaði mjög til kenn-
inga Reicenbach um „Odic“ orkuna.
I byrjun aldarinnar voru rannsóknir í geislun enn á
byrjunarstigi, uppgötvanir Roentgens á X-geislunum og
Curies á Radium, lofuðu spennandi viðfangsefni fyrir
vestræn vísindi. Hvaða leyndardómar láu í leynum við
hinar nýju uppgötvanir á sviði geislana, sem mynduðu bak-
grunn fyrir hinum þekkta Alheimi?
MORGUNN
45