Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Page 50

Morgunn - 01.12.1986, Page 50
INNRI OG YTRI GERÐ MANNSINS Orkustöðvarnar Höfuðstöðin. Höfuðstöðin er staðsett í hvirfli höfuðsins. Þessi stöð stendur fyrir þeim innri veruleika sem sálin er, gegnum þessa orkustöð kemur sálin fram sínum áhrifum á persón- una.. Allt það æðsta í manninum kemur þaðan, vilja, sköp- unar og vitundarorka á uppruna sinn þaðan, þó að unnið sé úr þeirri orku í lægri orkustöðvum. Starfsemi hennar eykst með þroska mannsins og verður athafnasöm og nauðsynleg sem birting viljaorku sálarinnar í efnisheiminum. Efnis- birting þessarar orkustöðvar er heiladingullinn. (Pineal Gland). Ennisstöðin. Þessi orkustöð er staðsett á milli augnabrúnanna og á miðju enni. Hún er táknræn fyrir persónuna sem heild og orku starfandi greindar. Hún stendur fyrir tilganginum að baki sköpunarhæfileika mannsins. Hún stendur táknrænt fyrir leiðunum tveim, vinstri og hægri, veg efnis og veg andans. Tákn hinna tveggja arma krossins sem maðurinn er krossfestur á. Efnisbirting hennar er heilaköngull. (Pit- uitary Gland). Hálsstöðin. Þessi orkustöð er staðsett aftan á hálsinum og í tengsl- um við og niður í herðarblöð. Hún er einstaklega öflug og vel þroskuð hjá flestum mönnum. Hún er uppruni sköpun- 48 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.