Morgunn - 01.12.1986, Side 55
þess sem komist er í samband við og þekkt; það er það
sem hið næma starfstæki verður vart við. Þetta er skiln-
ingur sem leitar ætíð æ meir inn á hin andlegu eða innri
svið.
Þessar þrjár hliðar koma fram hjá manninum, hinu
guðdómlegu lífsheild. Fyrst þekkir hann þær í sjálfum sér;
síðan sér hann þær í öllu formi umhverfis síns og endan-
lega lærist honum, með tilvísan til þessara hliða sjálfs
sín, að tengja þetta samsvarandi hliðum annarra forma
hinnar guðlegu birtingar. Rétt tengsl á milli forma leiðir
til réttrar samhljómunar og réttrar aðlögunar á efnissvið-
um lífsins. Rétt svörun við umhverfi leiðir af sér rétt tjá-
skipti við sálarhliðina, dulda í sérhverju formi, sem mun
framkalla hin réttu tengsli milli hinna ýmsu hluta hinnar
innri taugauppbyggingar, sem til staðar er í öllum rikj-
um náttúrunnar, neðar manninum sem ofar. Þetta er enn
sem komið er næstum því óþekkt en hlýtur æ útbreiddari
vi ðurkenningar.
Þegar þetta hefur skilist af nógu mörgum og telst sann-
að mun uppgötvast að í þessu er fólginn grundvöllur
bræðralags og einingar. Eins og lifrin, hjartað, lungun,
maginn og önnur líffæri líkamans eiga sér sína aðskildu
tilvist og starfsemi, en eru um leið ein heild sem tengd er
með tilstilli taugakerfisins, sem liggur um allan líkam-
ann, þá mun koma í ljós að í heiminum eru lífsheildir eins
og ríki náttúrunnar sem eiga sitt aðskilda líf og starfsemi
en um leið eru samstillt og gagntengd af viðamiklu skyn-
kerfi sem stundum er kallað sál allra hluta, Anima Mundi.
Vitundin sem að allt hvílir á. Þegar verið er að fjaila um
þrenninguna sem svo oft eru notuð þegar talað er um
guðdóminn, eins og andi, sál og líkami, — lif, vitund og
form, — þá er rétt að muna eftir því að þær eiga við
skilning á hinu eina lífi. Þegar mönnum verður þetta al-
uiennt ljóst, þá geta fleiri gagnkvæm tengsl myndast á
milli manna og hópa ólíkra skoðana.
En þegar fjallað er um heimspekileg atriði og óhlutlæg,
þegar að efnið sem skrifa á um, er óskilgreinanlegt, þá er
morgunn S 9