Morgunn - 01.12.1986, Page 62
ann og Dómsdag í 25. kafla Matteusarguðspjalla. Við erum
hvött til að Sjá Krist í náunga okkar eins og brýnt er fyrir
munkum Benediktsreglunnar þegar þeir taka á móti gest-
um. Hinn háspekilegi rammi kristindómsins felur í sér
kenningu um erfðasynd og endurlausn fyrir krossfesting
Krists. Vænting eftir komu Guðsríkis gerði frumkristnina
fráhverfa heiminum, hún gerði lítið úr jarðlífinu saman-
borið við hið eilífa líf. Var talið að hinir látnu svæfu til
dómsdags er þeir risu upp í holdinu til að vistast í himna-
ríki eða helvíti. (Kenningin um hreinsunareldinn er síð-
aratíma viðbót kaþólsku kirkjunnar þegar þeirri skoðun
óx fylgi að flestir ættu hvoruga vistina skilið undir-
búningslaust eða til frambúðar). Rannsóknarrétturinn of-
sótti villutrúarmenn sem véku frá hinni „réttu trú.“ Það
leiddi í einstöku tilvikum af sér trúarbragðastyrjaldir
sem vöktu óbeit margra skynsemistrúarmanna á sautjándu
og átjándu öid. Á miðöldum héldu mergjaðar prédikanir,
sem útlistuðu píslum fordæmdra, mörgum trúmanninum
í stöðugum ótta og ekki bætti kenningin um óumbreytan-
lega forákvörðun skák, þar sem það var komið undir geð-
þóttaákvörðun Guðs (eða þannig kom það skynsemistrúar-
manninum fyrir sjónir) hvort menn yrðu aðnjótandi ei-
lífðar sælu á himnum eða vistuðust í neðra.
Þó að trúarofsóknir og styrjaldir og vissar kennisetn-
ingar hafi dregið úr aðdráttarafli kristindómsins á margan
hugsandi manninn átti kenningin um eilifar píslir i helvíti
sennilega stærstan þátt í hnignun hinnar hefðbundnu trúar
svo og trúar á lif eftir þetta lif. Helviti varð hinum frjáls-
lynda guðfræðingi, sem staðhæfði að Guð væri kærieiki, æ
þyngri fjötur um fót. Gat algóður Guð i raun og veru
dæmt börn sín til eiiifðra písla jafnvel þó að þau hefðu
misnotað frjálsan vilja sinn?
Eitthvað varð að láta undan; annaðhvort kenningin um
tilvist Guðs og/eða helvítiskenningin. Nýlegar kannanir
sýna að þeir eru miklu færri sem trúa á helvíti en himna-
ríki og að á milli 30og40prósent (ensku þjóðarinnar) trúa
ekki á neins komnar framhaldslíf. Þessi staða mála verður
60
MORGUNN