Morgunn - 01.12.1986, Side 73
INGVAR AGNARSSDN:
FJARHRIF
OG FYRIRBÆRI
I. Líf og lífsambönd í alheimi
1. Hin æðsta vera og fegurð tilverunnar.
Fegurð lands og sjávar, himins og stjarna, dregur að sér
hug okkar, seiðir og laðar. Það er eins og töfrar náttúrunn-
ar leiti inn í sálir okkar og leitist við að vekja með okkur
öldur gleði og hrifningar og á slíkum stundum vöknum
við ósjálfrátt til vitundar um eitthvað það, er búi á bak
við alla þessa merkilegu tilveru, eitthvað það er sé æðra
allri þessari fegurð, eitthvað óendanlega máttugt. Við
skynjum þá í raun tilveru hinnar æðstu veru, sem við köll-
um guð. Skynjum áhrif þessa alheimsverundar, að hann
er allt í öllu, og að ekkert er eða verður án þess að þessi
áhrif séu þar að verki.
Á óendanlegum hnattaskara geimsins búa mannkyn, rétt
eins og við búum á okkar jörð. Og sum þessara mann-
kynja munu komin vera óendanlega miklu lengra í þroska,
en okkar mannkyn, enn sem komið er.
2. Lífsamband og lífsgeislan.
Eðli lífsins er samband og lífgeislan er sambandsmiðill-
inn. Allt líf er einnar ættar. Heimurinn er einn, þótt
dvalarstaðir séu margir. Heimkynni alls lífs er á jarð-
morgunn
71