Morgunn - 01.12.1986, Qupperneq 77
önnum kafinn. Ég sá greinilega andlit hans. Hann var mjög
líkur þeim myndum, sem ég hef séð af honum. Hann var
með yfirvaraskegg og augun voru hvöss og skein úr þeim
góðvildin. Þessi sýn stóð nokkra stund en svo hvarf hún.
En nú var verkurinn horfinn úr höfðinu. Og síðan fann
ég ekki fyrir ,,mygreninu“ í margar vikur næst á eftir.
3. Moontrail (Mánaslóði).
Daginn eftir, sem var mánudagur, lögðum við af stað
frá Laugalandi, og var ferðinni heitið, þennan dag, út með
Eyjafirði, um Dalvík og Ólafsfjörð til Sigluf jarðar, þar sem
við ætluuðum að gista.
Er við vorum skammt komin út fyrir Hörgá birtist mér
Moontrail skyndilega. Ég vissi strax að þetta var hann. Ég
hafði líka séð mynd af honum á Laugalandi, þótt reyndar
væri sú mynd algjörlega ósambærileg við þá dýrðlegu veru,
sem nú bar mér fyrir augu. Þetta er sú fegursta sýn, sem
ég hef nokkru sinni séð. Hann var miklu fegurri og guð-
legri en nokkur maður getur orðið hér á jörð. Það var eins
og geislaljóma stafaði af höfði hans og augun voru skær
og björt langt umfram það, sem nokkur jarðneskur maður
hefur til að bera. Það var bókstaflega eins og frá þeim legði
birtugeisla sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Hann
brosti til mín og frá honum lagði svo mikla hlýju og kær-
leika, að ég varð frá mér numinn. Það var eins og ox-ku-
sti’aumar gengju út frá honum, og ég bókstaflega fylltist
nýjum krafti og þrótti, langt umfram það, er ég áður hef
fundið. Það var eins og ég væri yfirskyggð æðri mætti,
eins og ég sjálf fengi þátt í hinum guðdómlegu eiginleik-
um þessarar háþi’óuðu veru, sem nú hafði birst mér hér i
öllum sínum ljóma. Mér fannst ég mettast lækningamætti,
svo að nú gæti ég læknað líkamleg mein annai'ra, og ég
fylltist löngun til, að sú ósk mætti í’ætast, að ég fengi þá
náð, sem ég hafði alltaf haft löngun til. Þessi sýn stóð
ekki lengi, og tilfinningin fyi'ir nærvex’u þessarar vei’u
hvarf mér.
morgunn
75