Morgunn - 01.12.1986, Qupperneq 78
Meðan á þessu stóð vorum við á ferð, eins og áður sagði,
á veginum utan við Hörgá. Maðurinn minn ók og vissi
auðvitað ekki, hvað fyrir mig bar.
Þegar guðlegar verur ná sambandi við mann, þá verður
staður eða stund ekki til hindrunar, engar ytri aðstæður
verða til að varna þeim leiðarinnar til að birtast þeim, sem
á annað borð geta tekið á móti þeim áhrifum, sem til þeirra
er beint. Það er eins og einmitt þetta andartak verði að
notast, annars gefst e. t. v. ekkert slikt tækifæri, hvorki í
bráð né lengd. Mannleg opnun fyrir móttöku hinna æðri
áhrifa eru svo sjaidgæf. Hjá sumum verður slíkt aðeins
einu sinni á ævinni, sumum aldrei, a. m. k. ekki svo skýrt
að eftir sé tekið.
Eftir að þessi dásamlega vitrun var horfin eða liðin úr
huga mér, bað ég Ingvar að stansa. Fórum við út úr bíln-
um, og fundum okkur grasi gróna brekku,, þar sem ég
sagði honum hvað fyrir mig hafði borið og tók hann þann-
ig á sinn hátt, þátt í þessari óviðjafnanlegu reynslu minni.
Ferðinni héldum við svo áfram, eins og ráð hafði verið
fyrir gert, gistum á Siglufirði og þar næst á Blönduósi í
leiðinni, og komum svo heim á þriðja deg.
4. Aukinn lífsþróttur.
En í margar vikur bjó ég að áhrifunum, sem ég hafði
notið, þessa eftirminnilegu stund, sem ég hef reynt að lýsa
hér að framan. Ég var öflugri en áður og mér fannst, eins
og ég hefði lækningamátt til að bera, eins og ég ætti þess
kost að lækna líkamleg mein annarra, sem eitthvað amaði
að. Og ég hafði til þess mikla löngun. Mig langaði til að
lækna með höndum mínum, en þegar til kom, þá brast mig
kjark, því mér fannst þessir vinir mínir og kunningjar, sem
til greina komu, vera frábitnir því, að nokkrar slíkar lækn-
ingar gætu gerst fyrir mitt tilstiili.
Þessi andlegi kraftur smáhvarf mér. En enn er ég þakk-
lát fyrr að hafa orðið þess aðnjótandi, að fá að sjá þessa
geislandi veru og að magnast af þeim guðdómlegu áhrif-
um, sem frá henni streymdu.
76
MORGUNN