Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Page 82

Morgunn - 01.12.1986, Page 82
V. Fjarsynjun er eðli vitundarinnar 1- Sýngjafi og sýnþegi. Hér er um sérstætt atvik að ræða, fjarsýn, þar sem Aðal- heiður sér bifreið fasta í aur og tvo pilta, og þekkir að ann- ar þeirra er Sigurður sonur okkar. Það, að hún sér aðeins tvo, en ekki þrjá, gæti bent til raunveruleika þeirrar kenn- ingar dr. Helga Pjeturs, að f jarsýnir gerist með þeim hætti, að sjáandinn sjái með augum annars aðila, sýngjafa, sem á sömu stundu er að horfa á það, sem sjáandinn skynjar. — Sýnir ýmsar eru algengar, en sjaldgæft að hægt sé að rekja þær til ákveðinna samtímaatburða og til ákveðinna manna. Heimurinn er fullur af fyrirbærum ýmiskonar, eða rétt- ara sagt, óskýrð og vandskýrð fyrirbæri eru alltaf að ger- ast, og það eru einmitt sjáendur og annað næmt fólk, sem slíkt getur skynjað. Og slíkt fólk er miklu fleira en vitað er um. Það er eðli vitundarinnar, að skynja það sem í fjarlægð gerist. Fjarhrif og fjarsambönd gerast daglega hjá flestum mönnum. Alla dreymir t. d. og draumar flestir eru atburð- ir sem i fjarlægð gerast. 2. Viðurkenning f jarhrifa mundu leiða til breytinga á liögum mannkyns. En enn eru fjarhrifamöguleikar ekki að fullu viður- kenndir. Hér þyrfti breyting á að verða. Sú breyting gæti meira að segja orðið upphaf algjörrar stefnubreytingar á öllum högum mannkyns.. Ef almennt yrði vitað hvert leita skyldi þeirrar orkuumögnunar og aukinnar vitkunar, sem svo mikil er þörfin á, yrðu á fáum árum meiri breytingar til batnaðar á högum mannkynsins en orðið hafa á öllum öldum áður. Hér yrði þá sú breyting, er sköpum mundi ráða, og svo lengi hefur verið vonast eftir. Flutt á fundi í Sálarrannsóknarfélagi Hafnarffaröar 1. mat 1985. QQ MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.