Sjómaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 27

Sjómaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 27
S JÓM AÐURINN 9 grúfði sig svo að föður sínum. „Hún fór að gráta áðan, hún hclt þið munduð allir drukkna,“ bætti Páll við og veðurbarða andlitið á gamla hónd- anum og formanninum varð mildara um leið og hann strauk um kollinn á litlu dóttur sinni. Nú skiptust leiðir okkar samferðamannanna á Von; bróðir formannsins og við tveir aðrir átt- um langa ferð fyrir höndum, þótl kvöld væri komið. Var nú lialdið af stað gangandi austur i Þorlákshöfn. Hnésnjór var yfir allt og ferðin þvi ekki fýsileg, eftir allan róðurinn frá Eyrarbakka og út í Vog. En livað var um að tala, tíminn heið ekki eftir manni og því ekki um annað að ræða en lialda af stað. Við kvöddum þvi félaganna og heimilisfólkið i Nesi og örkuðum i austurátt. Um kl. 4 árd. næsta dag komum við i Þorláks- höfn og vöktum þar upp, og var þar vel tekið. Frost og norðanátt var komin og bættist því kuldi við þreytuna, er staðnæmst var. Rétt fyrir kl. 6 árd. sama dag var risið úr rekkju, þvi að nú skildi halda fótgangandi austur að ferjustað við Ölfusá, gegnt Óseyrarnesi. Mig sárverkjaði i stórutærnar og vaknaði við það. Það var kalvottur, en liann mjög lítill. Hörkufrost var komið og kuldaþoku lagði upp af sjónum austur með Sandskeiði. En gángan, liressingin i Þorláks- höfn og lieimkynnin með sínum æskudraumum framundan höl'ðu sín áhrif síðasta spölinn. Allt gekk vej, rúmlega liálftíma bið á ferjustaðnum, með sífelldum gangi og hrölti, lil að halda á sér hita og síðan yfir ána á fjórar árar. Það tók nú ekki langan thna. FerjutoIIurinn greiddur og af stað. Litlu siðar var komið til Eyrarhakka. Allt var þetta eins og eftir áætlun. Eg held það hafi verið um kvöldið heldur en næsta dag, sem nýr mótorbátur á að gizka 6—8 smálestir yfirgaf naustin og var hrýnt niður fjöruna og út á Lón, en formaður á lionum og eigandi var hróðir for- mannsins á Von, sem með var i umræddri ferð, og var þá skiljanlegri hraðinn sem á okkur var á leiðinni austur aftur, þvi að allir þrír ætluðum við að fvlgja þessum nýju fjölum. í skipasmíðastöð Rannsókn Þormóðs-slyssins. Hinn 8. marz s.l. fól atvinnu- og samgöngumála- ráðunevtið sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur að rannsaka sjóslys ]>að, er varð þegar v.s. Þormóður BA. 291 fórst með allri áhöfn í febrúarmánuði s.l. Sjó- og verzlunardóminn skipuðu Árni Tryggva- son, fulltrúi lögmanns, formaður, Hafsteinn Berg- þórsson útgerðarmaður og Jón Axel Pétursson hafnsögumaður. Rannsókn ]>essari er nú fyrir nokkru lokið, en hinn 3. ágúst í sumar var ráðu- neytinu send skýrsla um rannsóknina, sem var all- umfangsmikil. Af sérstökum ástæðum var þó hald- ið áfram rannsókn, en málinu að fullu skilað í hendur ráðuneytisins i byrjun nóvember. Þar sem rannsóknin fór fram fvrir luktum dyrum, verða fréttir af henni að bíða síðari tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.