Sjómaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 37

Sjómaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 37
S JÓMAÐURINN 19 nóttum svo lengi. Höfðu menn þá, og einkum kon- ur, nákvæmar gætur á þvi, sumarnóttina fyrstu, livort saman frysi vetur og sumar, enda var það, ef svo varð, órækt merki um það, að þá yrði mál- nyta búpenings kostabetri og rneiri. Þá voru og fyrstu dagar fyrstu sumarvikunnar eigi siður eft- irtektarverðir og merkilegir, þvi eftir þvi sem veðrið var fyrsta sumardag í sumri, fór túnaslátt- urinn, heyannirnar eða engjaslátturinn eftir þvi sem viðraði fyrsta mánudag í sumri og sláttu- lokin eða liaustið varð eins og viðraði fyrsta þriðju- dag í sumri. (Sjá nánar um þelta í „Veðurspár í Árnessýslu“, sem til er í eigin handriti). Sjómenn voru kallaðir til róðurs og fengu þeir þá, eins og venja var til, golt kaffi til þess að liressa sig á, meðan þeir voru að fara i böslin, en morguninn þann fylgdu kaffinu lummur svo margar, er hver gat lorgað og kvartpeli af Bakka- hrennivíni, þeir, er það vildu. Siðan var róið. Afli ýmislegur og var þá skift einum hluti meira eða i fleiri staði en ven julegt var. Iiét það „sumardags- Mutur“, ætlaður fátæklingum og því samskonar, sem „fátækrahluturinn“ fyrri á vertíðinni, ef róið var á helgidögum; liann var og nefndur „helgidags- lilutur“ og rann andvirði hluta jiessara allra i sama sjóðinn, sveitarsjóðinn. Sveitabændur þeir, er úlgerð höfðu á Bakkan- um, einkum á Stokkseyri, eitt skip eða fleiri, og sjá skyldi fyrir veizlukostinum, fluttu hann á liest- um, týgjuðum skinnavirkjum, barkrókum eða kláfum, er allt skyldi vera vel undirbúið þeg- ar að var komið, og sumardagsveizlan skyldi hafin. Settust þá allir skipverjar hver á sitt rúm og höfðu horð á kláfum eða kyrnum eftir endilangri búðinni, frá kórrúmi til dyra og snæddu veizlu- lcostinn: Brauð nóg og ýmist feita sauðakets- súpu eða linausþykkan grjónagraut, með rúsínum og muldum kanel úl á; en livort af þessu sem etið var, þá fylgdi þvi nú hálfur pottur eða hcill af brennivíni, er menn renndu svo í allan daginn eða geymdu sér lengur, eins og jólamatinn og einkum hangna kjötið hinn liðna vetur og ætlazt var til, að þcir gæti treint sér frá aðfangadegi jóla til þrettánda kvölds, að háðum þeim dögum mcð- töldum. Entist þeim þctta eigi svo lengi, voru þeir taldir óseðjandi hítir, mathákar og menn að minni. Ýmiskonar áliöld þurfti útgerðarmaðurinn að sjá um, að fyrir hendi væri, svo sem: Nægilega mörg mjólkurtrog, ausur, hornspænir, linífar og skeiðar, ef til voru o. s. frv. Undir borðum fór bráðlega að hera á því, að menn áttu óuppgerða reikninga sina hver við ann- an og nú var hentugt tækifæri til að minnast ýmis- legs, er farið liafði fram meðal þeirra, jafnvel frá löngu liðnum thna, en einkum þó frá vertiðinni, sem hráðum var á enda, cða eftir liálfan mánuð, og nú varð að ljúka þcim viðskiptum. Sló þá stundum ,i pataldur milh þcirra, en þess verður eigi gelið hér að þessu sinni, þótt margt mætti heyra þar og sjá, sem vekja mundi gaman og lilátur nú, þótt allt væri þella fremur sldkkanlegt og færi vel að lokum. Gekk þá formaðurinn meðal liáseta sinna og falaði þá, er liann vildi liafa með sér og á skipi sinu næstu vertíð með þessum eða þvílíkum orðum: „Hefirðu hugsað þér, N. N. minn, að breyta til með skiprúm þitt næstu vertið, ef guð lofar jiér að lil'a, eða hefirðu ráðið þig hjá öðrum?“ Væri þessu neitað og liitt í Ijós látið, að livergi annarsstaðar vildi liann fremur vera en hjá hon- um, fóru handsöl fram og um leið liin æfagamla siðvenja, að semjendur drukku livor annars full til staðfestingar því, að liér væri um að ræða órjúfanlegan samning og sáttmála þeirra í millum, þótt eigi væri hann skjallegur, er haldast skyldi ef háðir lifði, enda höfðu munnleg loforð og skuld- bindingar á þeim timum meira gildi en nú: Þau „stóðu sem stafur í bók.“ Minnir siðvenja þessi á liina fornu þjóðasiðu Norðurlandabúa og Þjóðverja, þá er um jarðasölu var að ræða eða landeigna, að seljandinn sáldraði moldarsalla úr lóf sínum í skaut kaupandans. M. ö. o.: Ilið selda „féll í skaut“ lcaupandans á þessa lund og því hafði siðvenja þessi sama gildi fyrir aðilja sem gert hefði þeir út um það með skriflegu skjali. — Þaðan mun danska orðið „Sk0de“ komið, en það er nafnið á þessháttar skjölum, og þýðir hið sama sem skaut á íslenzku. A líka leið fór svo og uin aðra og þvílika samn- inga, unz formaðurinn liafði talað við alla þá há- seta sína, er liann ætlaði að ráða til sín næstu vetrarvertíð og vildi liafa, en hina sniðgekk hann eða lalaði ekki við. Stundum voru þau skilyrði sett af hásetanna hálfu, að þvi aðeins vildi þeir ráða sig aftur, að hann N. N. kæmi ekki til greina við skipráðning- una, því liann væri svo mikill félagssldtur, að eng- inn vildi með honum vera, og féllst formaðurinn einnig oftast á það. Aldrei varð ég þess var, að illlyndi ncitt eða óeining kæmi upp meðal hinna mörgu skips- liafna, er þarna höfðu bækistöð sina um nærri aldarfjórðungsskeið það, er ég var þeim samtíða og hafði jafnvel meiri mök við og almenn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.