Sjómaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 45
SJÓMAÐURINN
27
niest. Grunsamleg skip voru stöðvuö og vopnaður
vörður settur um borð. Skipin, scm framkvæmdu
brezka liafnbannið, voru vopnuð farþegaskip og
önnur verzlunarskip, sem til þess voru skipuð.
Þrátt fyrir það lcomst vafalaust framhjá mikið af
matvælum og öðrum nauðsynjum, svo sem bóm-
ull, og til frekara öryggis var farið að rannsaka
öll lilullaus skip. Þar sem slík rannsókn gat ekki
farið fram á rúmsjó, fluttu varðskipin grunsam-
leg skip til Kirkwall á Orkneyjum eða Lerwick á
Sbetlandseyjum, þar sem sérfræðingar fram-
kvæmdu rannsóknina.
Þann 23. júni 1915, lét Pass of Balmaha úr böfn
i New York. Skútan liafði tuttugu manna áhöfn
og flutti hómullarfarm, scm fara átti til Archang-
elsk 'í Rússlandi. Henni geklc greiðloga ferðin yfir
Atlantshafið, og 21. júlí nálgaðist hún hafnbanns-
svæðið 300 milur norð-vestur af Wrath liöfða.
Þar var hún stöðvuð af H.M.S. Victorian, einu af
varðskipunum. H.M.S. Victorian sendi vopnaðan
vörð, sem i var einn sjóliðsforingi, einn undirfor-
ingi og fjórir menn aðrir, mcð skipun um að sigla
Pass of Balmaha til Lerwick eða Kirkwall, eftir
þvi, livort Iientugra væri, vegna vindstefnu.
Þann 19. júlí lét kafbáturinn U36 úr höfn við
Helgoland, til þess að fara uin Norðursjóinn i
nokkurra vikna ferð. Þremur döguin síðar hóf
hann að gera vel heppnaðar árásir norður af Skot-
landi. Frá 22. til 24. júli sökkti hann níu brezk-
um fiskiskipum og þremur kaupskipum, einu
frönsku, einu rússnesku og einu norsku.
U36, undir stjómLieutenant-Commander Graff,
með yfir þrjátíu manna áliöfn, rakst fljótt á slóð
Pass of Balmaha. Að kvöldi 23. júli sáu Amer-
ikumennirnir og Bretarnir á Pass of Balmaha skip,
sem U36 sökkti með tundurskeyli. Næsta morgun
um kl. 6 sáu þeir U36 sökkva öðru gufuskipi og
brezku fiskiskipi.
Pass of Balmaha var í mjög hættulegri aðstöðu.
Ef Þjóðverjarnir voru svo áfjáðir í að lireinsa til
á liafinu, að réttur hlutlausra skipa var að engu
hafður, þá átti þelta ameríska skip engrar undan-
komu auðið. Brezki sjóliðsforinginn álcvað að gera
skjótar ráðstafanir. Ilann brenndi liinar Ieynilegu
skipanir, sem honum höfðu verið gefnar, sagði
mönnum sínum að leggja niður einkennisbúninga
sína og fá lánuð föt hjá Amcríkumönnunum og
skipaði þeim að koma sér fyrir í framstafninum
þar til hællan væri liðin hjá.
Gracff sökkti samt sem áður ekki Pass of Bal-
maha, sem sigldi undir Bandaríkjafánanum. Um
kl. 7 um morgun kom liann upp að skipinu og setti
Lamm undirforingja um boi-ð með skipun um
að sigla því til Cuxliaven.
Þýzkalandi myndi koma vel að fá þennan bóm-
ullarfarm handa skotfæraiðnaðinum. Aftur breytti
Pass of Balmaha um stefnu.Englendingarnir full-
yrtu, að þetta myndi eklci standa lengi. Þeir voru
fullvissir um, að önnur hafnbanns-varðskip' mundu
liirlast og Lamm verða tekinn til fanga.
Aldrei i neinum sjóliernaði liefir liafnbann ver-
ið gert fullkomlega öruggt. Árið 1915 var tveim-
ur aðalröðum varðskipanna þannig bagað, að lína
„C“ (sem í voru sjö til níu skip) gætti til norð-
vestur hluta Hebrides-eyja, og lína „A“ (sem i
voru H.M.S. Victorian og sex önnur skip) gætti
til norðurstrandar Skotlands frá stöðvum lengra
til austurs. Tilgangurinn var sá að tryggja það, að
ef skipi tækist að komast , gegn um aðra línuna,
myndi sú síðari verða vör við það. Það vildi svo
til, að kafbátahernaðurinn gerði línu „A“ ómögu-
legt að starfa svo langt suður á bóginn, svo að
ef komizt varð í gcgnum línu „C“, var engin lína
eftir fyrir sunnan Færeyjar. Fvrir heppni og dugn-
að losnaði skipið þannig ekki aðeins við úthafs-
verðina á svæðinu frá Færeyjum til Islands, lield-
ur einnig við strandgæzluna við Shetland. I fylgd
annars kafbáts, kom Pass of Balmaha til Helgo-
lands snemma í ágúst og síðar til Cuxhaven.
Brezku verðirnir voru teknir til fanga, og Pass of
Balmaha tók ekki frekari þátt í stríðinu næstu
átján mánuði.
U36 liélt áfram. aðgerðum sínum á hafnbanns-
svæðinu norður af Slcotlandi. Þann 24. júlí, um
tólf klukkustundum eftir að Pass of Balmaha hafði
siglt brott, stöðvaði Graeff danska gufuskipið Lou-
ise imi tíu mílur V.N.V. af Nortli Rona eyju. Sam-
tírnis kom hann auga á lítið 373 lesla kolaskip.
Graeff var í söniu aðstöðu og gráðugur hundur,
sem ginntur er með tvciinur kjötbeinum. Hann
yfirgaf danska slcipið og hélt áfram á fullri ferð
til þess að gera út af við kolaskiplð, sem var um
þrjár mílur burtu.
Kolaskipið var Prince Charles og þegar U36
koin i Ijós dró liann upp fána sinn. Graeff byrj-
aði að skjóta á hann til þess að neyða hann til
þess að staðnæmast. Fyrsta kúlan fór 900 metra
yfir skipið, en Prince Charles blés eimpípu sína
þrisvar til þess að gefa til kynna, að vélar sínar
gengju aftur á balt. Þegar hann lá þarna á Atlants-
hafsöldunum, byrjaði áhöfnin skyndilega að losa
bátana. Kafbáturinn liélt áfram á yfirborðinu
með 14 mílna hraða og skaut öðru skoti. Nú, þegar