Sjómaðurinn - 01.12.1943, Síða 48

Sjómaðurinn - 01.12.1943, Síða 48
S JÓMAÐURINN 30 r ^ Skipasmíðascöðin í Reykjavík. Myndin á næstu síðu er af fyrirhugaðri skipasmíðastöð við ElJiðaárvog. Sýnir hún hugmynd um það, hvernig hægt væri að hafa þetta mikla mannvirki á þessum stað. Hins vegar er þarna um framtíðar skipu- iag að ræða, sem gera má ráð tyrir að taki mörg ar að fullgera. Eins og myndin sýnir, er gert ráð fyrir, að þarna komi tvær þurrkvíar, margar dráttarbrautir, bátauppsátur, viðlegubryggjur og báta- og skipalægi, ásamt rúmgóðum svæðum fyrir hinn margvíslega iðnað, .sem þessu mannvirki þarf að fylgja. Alþingi hefur’ samþykkt breytingar á hafnarlögum Reykjavíkur, er eiga að auðvelda framkvæmd þessa mikla máls. Er þvi efíir að sjá, hvernig yfirstjórn Reykjavíkurbæjar og hafnar tekst um framkvæmdirnar. gekk aftur oí lir ]iví til þess aö skoða stýrishjólið. Þar sást ennþá J'angnmark hans „F. v. L.“, sem hann liafði krotað þar á messing með eigin lienJi fyrir meira en fjórtán árum síðan. Þetta var skip- ið, sem liann hafði farið til sjós á, þegar hann var seytján ára gamall. Það var einkennileg ti 1- viljun. að liann skyldi verða til þess að hertaka það, eftir öll þessi ár. Nú var komið fram í síðari hluta febrúarmán- aðar. Haförninn hafði nú verið á siglingu í tvo mánuði og vantaði nýtt grænmcti, ávexti og tóljak. Von Luckner ákvað aö fá Lieut. Kling í hendur ‘-'t.jórn Hafarnarins um tíma og ákvað, hvar þeir skyldu Jutlasl aftur. Síðan sigldi hann Pinmore frá siað, sem er um 100 mílur frá Rio de Janero, til Rio. Skipshöfn skipsins var að, mestu Norðmenn, en skipst jórinn, ,T. Mullen, var brezkur. I Rio gelck von Luckner á land og sá um innkaup á nauð- synjum og fór óhræddur og horfði á, er verið var að kola H.M.S. Glasgow. Með nauðsynjar um borð, sigldi von Lukner síðan aftur af stað á Pinmore. Þremur dögum seinna hitti liann Haförninn aft- ur. Birgðirnar voru fluttar milli skipanna og Pin- more sökkt með sprengju. Siðan sendi von Luckn- er skeyti á dulmáli til frænda síns, Nikolaus greifa, og gerði honum aðvart um, að II.M.S. Glasgow væri að leggja af stað til þess að leita að Moewe. Moewe sneri seinna heimleiðis, komst gegnum hafnhannssvæðið og komst til Þýzkalands 22. marz. Haförninn hélt suður á bóginn og hertók franska seglskipið Cambronne. Nú var Haförninn orðinn fullur af föngum af hinum ýmsu skipum, sem hann hafði sökkt. Von Luckner setti 286 fanga um borð í Cambronne undir stjórn J. Mullen, lét hann hafa siglingatæki og vistir til mánaðar. Til þess að varna þeim að komast of fljótt til Rio, og gera þar uppskátt um, hvar Haförninn hélt sig, lét von Luckner saga ofan af siglutrjánum og taka varasegl og rár. Brezk beitiskip voru í nágrenninu og það var hentugast fyrir Haförninn að sigla hrott. Harin sigldi fyrir Horn 18. apríl. Tveir erfiðir mánuðir liðu og Haförninn sem hélt sig 400 milum vestan við strönd Suður-Ameríku, sigldi alla leið norður að miðhaug. Þann 14. júní kom liann bandarísku skútunni A. B. Johnson á óvart og kveikti i henni. Ennfremur sökkti hann ameríska skipinu R. C. Slade þremur dögum síðar. Þann 8. júlí sökkti liann amerísku skútunni Manila við Kyrrahafseyj- arnar austan við Cristmas eyju, norðan við mið- baug. Endalok Hafarnarins. Haförninn hafði nú verið á siglingu í sjö mán- uði og hafði siglt hálfa leið umliverfis jörðina. Það var mál til komið, að skipshöfnin fengi hvild og skipið þurfti viðgerð. Von Luckner ákvað að svip- ast um eftir einhverri afskekktri, óbyggðri eyju, utan við aðal siglingaleiðir, þar Isem áhöfnin gæti hvílst á landi og Haförnin fengið viðgerð á sama hátt og venja var með gömlu sjóræningjaskipin. Eílir að hafa rekið i logni um þrjár vikur, fann liann smáeyjuna Mopelia, í Félagseyja-klasanum, sem fullnægði óskum lians. Mopelia, sem liggur á rifi umhverfis lón, er um 10 mílna löng og fjög- urra mílna hreið. Þar sem helzt var að vænta vinda úr suð-austri, varpaði von Luckner akkerum við norð-vestur ströndina. Akkeri og strengur var Uutt í land og fest í kóralrifið. Þann 2. ágúst var helmingur skipshafnarinnar og allir yfirmenn, að einum undanteknum, sendir í land ásamt amer- ísku skipstj órunum þremur. Hinn helmingur skipshafnarinnar ásamt föngum af amerísku skip- unum, voru að hreinsa skipsskrokkinn. Von Luckner greifi hafði ákveðið, að ef eitthvað (Framh. á bls. 32.)

x

Sjómaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.