Sjómaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 19

Sjómaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 19
UhMWl Áramóta-ogjólablað 1 9 4 3 Greinar og auglýsingar, sem birtast eiga í blaðinu, skulu sendar til: Sjómaðurinn, Box 285, Rvík. Er ferdin án f}7rirlieits? J^)AÐ IIEFIR VERIÐ SVIPAÐ með blaðið Sjómanninn eins og er um sjómenn oftlega, að þeir Icoma og fara. Fdar sögur eru af því sagðar, þegar lagt er upp i ferðina, hvort fljótt skuli aftur komið. kað fer eftir atvikum, fiskiríi, veðráttu eða hversu fljótt tekst að fá farm í skipið, og mí í seinni tíð fer það elcki sízt eftir því, hversu fljótt tekst að fá skipafglgd. Geta ferðirnar oft dregizt af þeim sökum. 'Svo eru ,,slow“ „contvog“ og önnur enn betri, sem allir vilja vera í, en aðeins þeir útvöldu fá. Svo er og um Sjómanninn, hann kemur nú fram á sjónarsviðið aftur, þegar sízt varir, senni- lega eftir að hafa fengið veður válgnd eða lent í hægfara skipafylgd. Ilvorugt er gott, en við hvorugu verður séð eða gjört. Ilann tofar éngu og he.fir þá ekkert að svíkja. Slysfarirnar á sjónum hjá okkur gjörast nú all-uggvænlegar. Verður ekki hjá því komizt, að það veki alla góða lslendinga til umhugsunar um það, hvort allt sé hér með feldu og hvort ekki sé unnt, ef vilji, samvizkusemi og einbeittni er fyrir hendi, að draga úr þeim ódæma fórn- um, er sjómannastéttin og þjóðin öll færir á altari Ægis. Því er fljótsvarað, að slysfarir verða atltaf á sjónum, hjá þvi verður ekki komizt, meðan mönnunum ekki tekst að beizla náttúruöflin, veðráttu og haf. En hinu verður þá heldur ekki neitað, að því óblíðari sem þau öfl eru, þvi meiri kostgæfni verður sú þjóð að beita við smíði skipa sinna, sjóhæfni þeirra og allan umbúnað, sem allra veðra og sjóa á von. Því er ekki stefnt að neinum einum, en á það bent, að mörgum finnst sem hleðsla fiski- skipanna okkar, er sigla til annarra landa, keyri alveg úr hófi. Sögur eru af því sagðar, að þau liggi eins og nölckvar og verji sig illa fyrir áföllum. Það er vitað, að á siðustu tímum hefir skipunum verið breytt. Lestin stækkuð. Áður hefir verið sett á sum þeirra bátapallur með bátum og loft- skeytaklefi einnig á bátapálli framanverðum. fíreytingar þessár hafa átt sér stað. En hefir þá jafn- framt farið fram athugun á því, hvaða áhrif þessar breytingar hafa á stabilitet skipsins og hvort þessar bréytingar hafa ekki meira og minna verið gjörðar á kostnað sjáhæfni þess — möguleika þess til að halda sér ofansjávar og verjast áföllum í vondum veðrum? Spyr sá, er ekki veit. Sama máli gegnir um ýmsa af hinum stærri mótorbátum. Allt í einu eru gömul skip kom- in með tveggja mannhæða háar yfirbyggingar, að ekki sé talað um þau, sem smíðuð eru að nýju. Þessum skipum er ætlað að stunda ferðir álíka og áður var, þegar mannhæðarliá stýrishús voru höfð og fyrirferðarlitill og lágur „keys“. Er þetta eins og það á að vera og hefir nokkur gengið úr skugga um að stabilitet skip- anna sé með þessu fyrirkomulagi, þessari miklu yfirbyggingu sú, eða á þann veg, sem nauð- synlegt er til þess að skipin séu góð sjóskip? Og hvar eru takmörkin? Er kannske óhætt að bæta þriðju mannhæðinni við, ofan á þau? Þessar spurningar koma aftur og aftur i hugann og það ekki að ófyrirsynju, því að þrátt fyrir athuganir á ótal skipum erlendum af líkri stærð, sér maður ekkert slíkt, nema á innfjarða skipum eða þeim, er stunda siglingar innanskerja. Allt kapp er bezt með forsjá. Okkar litla þjóðfélag má ekki við öllum þessum fórnum. Við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.