Sjómaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 39
S JÓM AÐURINN
21
hefði jafnan hlotið það hlutskifti að vera „i stak“,
vegna þess, að engan álti hann lagsmanninn, kom
það aldrei fyrir, að hann léti einni ýsuhröndu
meir í sinn hlut (,,stak“) né keilubrýni eða karfa,
þótt afgangs væri, enda var þá eigi um neina út-
deilingu brennivíns að ræða, sem frcistaði bans
til neinnar hvinnsku eða undanbragða. 1 fám orð-
um sagt, var Snæsi ráðvandur maður og trúr í
stöðu sinni, en liinsvegar Idédrægur nokkuð og
værugjarn. —
Jónas formaðiir réri um morguninn og aflaði
vel. Með aðfallinu brimaði svo, að eigi varð róið
út aftur, en á meðan hann var á sjónum, lét liann
Brand vinnumann sinn bregða sér út á Bakka, til
þess að sækja sér viðbót nokkra af brennivíni og
og ýmsum vörum öðrum, er honum þótti sig
vanhaga um, er að veizlunni kæmi síðar um dag-
inn, en nú fór svo fyrir Brandi, sem öðrum hæði
fyrr og síðar, að hann féklc sér fullmikið í koll-
inn, viltist fram í fjöru, lagðist þar fyrir og sofn-
aði undir klettum nokkrum ofarlega og nærri
flæðarmáli og fannst hann eigi né föggur tians
fyrri en langt var iiðið kvöldsins, og kom sér það
eigi vel fyrir þá félaga lians, sem heima biðu þess,
að lirært væri upp vatnið fyrir þeim og þeir fengi
iðraró sína og endurnæringu
Hásetar Jónasar liöfðu slórt hér og þar um
daginn og lifað á sníkjum, en nú voru ílestir þeirra
komnir beim í búð sína og sofnaðir, nema Snæsi,
sem beið þess að sjá, liver endir þar á yrði.
Formaðurinn liafði einnig sofnað í kórrúmi sínu,
en var nú vakinn með þeirri fregn, að Braridur
væri lcominn fram og nú væri tími kominn til þess,
að skifta herfángi þvi, er liann hefði meðferðis,
brennivíninu og lummunum.
Þrír strákar liöfðu læðst inn í búðina, komið
sér fyrir í auða rúminu, innan um alla lóðarlaup-
ana, til þess að sjá og heyra livað fram færi, án
þess að nokkur yrði þeirra var.
Jónas formaður sat nú á réttum beinum í rúmi
sínu; lcertisljóstýra ein logaði í skrínuloki hans og
álta potta kúturinn var þar við annan enda skrín-
unnar. En í milli knjáa sér og i kjöltu sinni bafði
liann trog eitt stórt, kúfað af lummum, en til fóta
mörg trog önnur og minni; voru það soðningar-
trog liáseta lians og tók hann nú eitt og eitt þeirra
fram í senn og taldi nokkrar lummur úr stóra
troginu í bin minni, misjafnlega margar í hvert
þeirra. Kallar nú formaðurinn fram í myrka búð-
ina og segir:
„Er nokkur ykkar -vakandi, piltar? Yiljið þið
elcki konia bingað og taka á móti brennivinslögg-
inni ylckar?“
Enginn svaraði, nema Snæsi, er færir sig innar
og segir: „Þeir eru allir sofandi, en ég skal taka á
móti minni; ég er búinn að bíða eftir lienni í allan
dag og engan dropa fcngið.“
„Þegiðu, sjóskrímslið þitt! Og farðu svo með
trogin til piltanna, en éttu nú ekkert frá þcim!
Hérna eru átján lummur lianda honum Linda í
Láginni og 13 lianda lionum Fúsa i Selinu, cllefu
lianda honrim Árna í Asi og sjö iianda þér, — allt
eftir verðleikum livers og eins, eftir því sem vera
bcr.“
„Af liverju er þessu svona misjafnt skift? En
get ég ekki fengið löggina mína? Ég vil heldur
sleppa þessum fáu lummum, ef ég fæ þess betur
útilátna löggina mína! Það er svo dimmt hérna
og flórinn svo glerliáll, að ég er ekki viss um að
ég geti fært þeim það, nema ég fái ljós.“
„Þegiðu, strákur, og gerðu eins og ég segi þér!
Ég er ekki vanur því, að strákar standi uppi í
liárinu á mér og hafi á móti því, scm ég segi þeim
að gera.“
„Jæja, jæja, fáðu mér þá eitthvað; ég get boiáð
öll trogin til þeirra í einu, svo að ég þurfi eklci
að fara margar ferðir í þessu myrkri.“
„Nei, eitt í einu! Hérna er trogið hans Linda!“
Nú tók Snæsi við troginu og paufaðist fram eftir
flórnum, unz hann féll kylliflatur og lummurnar
þutu liver í sína áttina og tók hann til að leita
þeirra og tína þær upp. Kallar formaðurinn þá
höstuglega til hans og segir:
„IJvað er nú? Datztu, ófétið þitt?“
„Nei, það var ekkert; ég held að ég liafi hrasað
um fót á manni eða eittlivað þcss konar, en er
nú búirin að firiria flestaliar lummurnar lians
Linda míns, sem sefur svo íast, að ég get ekki
vakið hann.“
„Hvað segirðu, drengur? Hrasaðirðu um fót á
manni? Eru nokkrir liér inni, aðrir en þeir, sem í
rúmunum eru? Komdu tiingað og færðu honum
Fúsa þetta.“
„Hann sefur, karlinn; en ég skal reyna. Líklega
eru hér einhverjir fleiri einni en við eigum von
á, því mér fannst, að einhver brygði fyrir inig fæti.
Það getur liafa verið hann Skerflóðsmóri, skömm-
in sú arna, sem alltaf er að flækjast fyrir manni.
— En hvenær fæ ég löggina mína, Jónas minn?“
„Ef þú ekki þegir eins og hnakkakýldur þorskur
eða dauðskorin skata, skaltu enga „lögg“ fá. Hana
nú, og farðu svo með, þetta handa lionum Fúsa,
en passaðu þig að detta nú ekki.“
)