Sjómaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 50

Sjómaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 50
32 SJÓMAÐURINN PASS OF BALMAHA. (Framh. af bls. 30.) óvænt skyldi koma fyrir, skyldi yfirmaðurinn, sem var á verði, skjóta tvisvar af byssu, og skyldi þá liópurinn, sem i landi var, snúa aftur. Ivlukkan 9.30 um morguninn voru þeir óvænt aðvaraðir með tveimur liáværum, skotum. Vindurinn hafði skyndilega snúist frá suð-austri til norð-vesturs og hafði rekið skipið flatt upp að í’ifinu, og ekki var liægt að ná því á flot. Um hádegi var það liálf- fullt af sjó. Dieselvclarnar liöfðu verið settar af stað, en það var til einskis. Þetta skip, sem hafði orðið svo mörgum skipum að hana, var nú sjálft dauðadæmt. Þrátt fvrir það, að dælurnar væru í gangi, hækkaði sjórinn stöðugt í skipinu. Haförninn var yfirgefinn, seglin flutt á land og notuð í tjöld. Loftskeytatækin voru tekin úr skip- inu, rafvélin flutt á land og loftnetið strengt milli liárra pálma. Vistir voru fluttar úr skipinu, en á eynni var nóg af svínum og öðrum yeiðidýrum, en fiskar og skjaldbökur í vatninu. Þar eð von Luckner hafði verið sendur frá Þýzkalandi lil þess að lierja á siglingar á Kyrra- hafinu, áleit hann, að eyðilegging Hafarnarins mætli ekki hafa álirif á verk hans. Hann valdi þess vegna einn af Iiinum sex björgunarbátum, sem hafði 7 heslafla vél, smiðaði siglutré, og úr segl- dúk Hafarnarins bjó hann til fokku, framsegl, stórsegl og toppsegl. Þannig seglbúinn eins og kútter, var björgunarbáturinn skirður Cecilie, og segldúksþilfar var látið hylja stafn og skut. Og 23. ágúsl lét þessi flevta, 30 feta löng og 7 feta breið, úr höfn, til þess að sigla yfir Kyrrahafið. Cecilie litla sigldi fyrir fullum seglum til V.S.V. í S.A. byr. Áform von Luckners var að komast til Cook eyja eða Filipseyja, ná þar amerískri skútu á sitt vald og sigla aftur til Mopelia, útbúa skútuna og fara í viking á ný. Celilie gat siglt meira en 100 mílur á dag, þótt hún yrði öðru hvoru að draga úr ferðinni. Eftir erfiða ferð í slagveðri kom hát- urinn til Atiu, einnar af Cook eyjunum, að morgni þess 27. ágúst. Cecilie lét í haf aftur samdægurs og sigldi S.V. í áttina til Rarotonga í Cookeyja-klasanum. Þar sáu þeir stórt, svart gufuskip á höninni, og það leit út fyrir að vera eftirlitsskip. Þeir héldu þess vegna áfram til eyjunnar Aitutaki og keyptu vistir. Nokkrir óvinveittir eyjarskeggjar, undir forystu kynblendings, sem nýlega var kominn úr stríðinu, ásökuðu þá um að vera þýzka njósnara. Cecilie sigldi sem hraðast til norð-vesturs, í átt- ina til Filipseyja. Eftir að hafa siglt fyrir norðan Nairai, lentu þeir í illviðri og 18. septemher lcomust þeir inn á Wakaya-flóann og vörpuðu akkerum. Storumur inn hélt þeim veðurtepptum í noklcra daga. í Wak- aya flóanum lá einnig kútterinn Sunbeam i hléi. Skipstjórinn á lionum var kynblendingur, Mac- pherson að nafni. Handteknir af lögreglu Filipseyja. Von Luckner gelck á land og sagðist, éftir nokkr- ar spurningar, vera Dani og Cecilie hefði bilað. Ilann spurði um, hvort hann mundi geta fengið bátinn dreginn til Suwa. Honum var sagt, að skúta hefði leitað skjóls í Wakaya, og að eigandi hennar væri væntanlegur með öðru skipi, jafnskjótt og veðrinu slotaði. Hann frétti einnig, að þessi skips- eigandi væri danskur. Þessar upplýsngar gerðu von Luckner kvíðafull- an. Áform lians hafði verið að ráðast á skipið, þegar þeir væru komnir úr landsýn og taka skip- höfnina til fanga og sleppa siðan brott. En þegar Amra, 535 smálesta gufuskip, sást á leið til Wak- aya að morgni 21. september, létti Cecilie akkerum. Þá skaut Amra út báti, sem var róið liralt í átt- ina til Cecelie. Þegar bálurinn kom, voru Þjóðverj- arnir umkringdir af sjö mönnum, vopnuðum skammbyssum, næstum áður en þeir gátu náð í hin földu vopn sín. Tveir hvítir yfirmenn úr lög- regluliði Filipseyja og fimm innfæddir lögreglu- þjónar bundu þannig stutt og laggott enda á hiiía djarflegu fyrirætlun. Þjóðverjarnir sex voru nú fluttir í fangahúðir við Auckland á Nýja-Sjálandi. Þann 13. desemher lögðu von Luckner og Kirscheiss á flótta og tóku skútu herfangi, en þeir voru handteknir aftur. Hópur Klings á Mopelia eyju þurfti aðeins að bíða frá 23. ágúst til 5. september, er 150 smálesta frönsk skúta, Lutece, kom l'rá Papeete til þess að sækja skjaldhökur. Kling tók hana herfangi, flutti menn sína um borð og sigldi um nóttina af stað í suð-austur og kom til Easter-eyju 4. október. Þessi hópur var seinna tekinn fastur og fluttur til Chile og kyrrsettur. Amerikumennirnir og liin franska skipshöfn Lutece voru skildir eftir á Mopelia með fábreyttar vistir og brotinn bát. Fjórir af Ameríkumönnun- um gerðu við bátinn, sigldu af stað 19. september og lcomu tiu dögum seinna til Pago Pago, lcola- stöðvar Bandaríkjanna á Samoa eyjum. Þannig var fengin hjálp handa þeim, sem eftir voru á Mopelia.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.