Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Side 3

Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Side 3
.... Æska og þróttur á að einkenna kirkju Krists, - hungruð sókn eftir sann- leikanum, en ekki vonlaus vörn gamalla erfðakenninga — segir séra Jón Auðuns. Séra Jón Auðuns hefur nokkra sér- stöðu meðal íslenzkra kennimanna. Hann hefur verið fríkirkjuprestur í Hafnarfirði frá því er hann tók vígslu 1930, auk þess er hann prestur Frjáls- lynda safnaðarins í Reykjavík, sem stofnaður var fyrir ári síðan. Mér er tjáð, að séra Jón hafi kirkjusókn mikla, ekki aðeins á hátíðum og tyllidögum, heldur í hvert skipti er hann prédikar, og fari aðsókn að prédikunum hans heldur vaxandi. Þetta stingur nokkuð í stúf við þá skoðun, sem á loft hefur verið haldið, að á þessum síðustu og verstu tímum sé fólk fráhverft kirkju og kristindómi og láti gjörsamlega reka á reiðanum í andlegum málum. Það er því með nokkurri forvitni, að ég óska viðtals við séra Jón Auðuns, til þess að birta nú í páskahefti Utvarpstíðinda. Séra Jón býr í Hafnarfirði. Hann er geðþekkur maður, lipur í viðræðum og ekki myrkur í máli. — Eg get verið mjög glaður yfir þeirri góðu áheyrn, sem ég hef fengið hjá fjölda fólks, en í því liggur ekki neinn leyndardómur, segir sr. Jón. Eg er spiritisti og hef aldrei farið dult með það. Eg hef auk þess alltaf leitast við að leysa úrlausnarefni mín í samræmi við þessa höfuðlífsskoðun mína og það er þetta, sem safnaðarbörn mín og á- heyrendur aðhyllast. Spiritisminn er alltaf að vinna á. Mikill hluti fólksins er í söfnuðinum af því að presturinn er spiritisti. Og ég vil að gamni geta þess, til þess að sýna að fólki er spirit- isminn alvörumál, að margir áheyrend- ur mínir eru þeir sömu, sem sóttu kirkju til séra Haralds, — þeir sitja jafnvel í sömu sætunum. Þér komið til að tala við mig um kirkjuna ? Einn ágætasti og vitrasti af hennar mönnum nú á tímum, Dr. Em- erson Fosdick prestur í New York, sagði eftir síðustu styrjöld, að kirkjan mundi ekki lifa af aðra heimsstyrjöld, sá ósigur mundi ríða henni að fullu. Ég er honum ekki sammála um það. Ég hef þá trú, að kirkjan muni taka þeim breytingum, sem hún þarf, til að geta lifað. Hverjar breytingar eigið þér við ? í stuttu viðtali get ég ekki svarað því til fulls. Kirkjan er nú fyrir löngu kom- in í varnarstöðu, hætt að vera í sókn. Það ættum við á þessum hernaðartím- um að skilja, að er hættuleg aðstaða, ÚTVARPSTÍÐINDI 231

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.