Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Síða 10

Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Síða 10
Steingrímur Steinþórsson. Bændavika Búnaðarfélagsins Víhan 22-28 marz 1942 Steingrímur búnaöarmálastjóri er önnum kafinn, þegar ég hitti hann í Búnaðarfélagshúsinu, til þess að spyrja hann um fyrirkomulag næstu bænda- viku í útvarpinu. Auk umsvifamikilla starfa ' í Búnaðarfélaginu, situr Stein- grímur nú á tveimur þingum, Alþingi og Búnaðarþinginu. — Þetta er í þriðja sinn, sem við efn- um til slíkrar ,útvarpsviku“, og verður hún að þessu sinni frá 23. marz til 29. marz, segir búnaðarmálastjóri. — Alls verða flutt um 25 erindi, fræðilegs efn- is, en auk þess höfum við kvöldvöku, þar sem tekið verður upp léttara hjal. Þessar bændavikur hafa gefizt vel, ég hef fengið mörg bréf, þar sem mér er tjáð, að á þetta sé hlýtt með athygli viða um land. Við höfum stundum áð- ur haft erindi eða erindaflokka í út- varpinu um ýmis efni, en óreglulega. IVIeð þessu fyrirkomulagi hygg ég að betur notist sá fróðleikur og þær leið- beiningar, sem fram koma. Sums stað- ar kemur fólk beinlínis saman til þess að hlusta, þegar um samfellda erinda- röð er að ræða. Bent hefur verið á, að hagnýtt geti verið að gefa einhver er- indin út. — Er ekki hugsanlegt, að félag ykk- ar efni til hliðstæðra kvölda fyrir kon- ur í sveitum og æskuna, sem er í dreif- býlinu ? — Jú, um þetta höfum við hugsað, þó að ekki komi til framkvæmda nú. Það er hugsanlegt, að við leitum sam- vinnu við útvarpið um kvennakvöld eða jafnvel kvennaviku, einnig hefur

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.