Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 26

Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 26
,,Um daginn og oeginn*. í þessum þætti ber oft á tíðum margt nytsam- legt og skemmtilegt á góma, sem er gott að hafa í minni. . . . .Tvö erindi hafa nú nýlega verið flutt í útvarpið, sem ég teldi mikinn feng að fá á prenti. Það eru erindi Vilhj. Þ. GísIasonaJ skólastjóra ..Þjóðleg verðmæti**, flutt 22. þ. m. og sr. Sveins Víkings ,,Um daginn og veginn“, flutt 23. þ. m. Bæði þessi erindi voru mjög merkileg, og hið síðara áreiðanlega eitt hið bezta, sem flutt hefur verið í þeim flokki. Baldur Pálmason. Ymsir kvarta um afturför hjá útvarpinu. Eigi er ég svo viss um, að þær umkvartanir sé á rökum reistar. Hitt er heldur, að hrifningin hafi verið meiri meðan nýjabrumið var sem mest. Einn er þá sá dagskrárliður, þar sem um tví- mælalausa afturför er að ræða. Það er ,,um daginn og veginn'*. Jón Eyþórsson mótaði þann dagskrárlið, og annaðist hann sjálfur framan af. Og hann gerði það með þeim hætti, að ég veit engan þann, er eigi hafði hina mestu ánægja af. Uppistaða máls hans var raunverulegt rabb um daginn og veginn, ívafið góðlátleg kímni, — allt flutt á fallegri íslenzku. Enda var það svo, að enginn vildi af því missa, að hlusta á Jón. En svo hætti hann allt í einu. Og síðan hefur ckki verið talað um ,,daginn og veginn“. En það hafa verið flutt erindi með þessari fýrir- sögn, erindi um bækur, um skólamál, um ætt- fræði, um kirkjumál, um ímynduð skrímsl (!), um h^ilbrigðismál — og ég man ekki um hvað og hvað. Sum þessara erinda hafa verið sæmi- lega góð, en þau áttu bara ekki heima undir þessum dagfíkrárlið. Um hann hafa hlustendur verið sviknir — síðan Jón þagnaði. Hljómlistin. Um hana skal að þessu sinni þetta eitt sagt: Mundi þá vera til of mikils mælzt, ef þess væri farið á leit, að fá — í staðinn fyrir eitthvað af hljóðfæramúsíkinni á kvöldin (sem oft er að vísu ágæt) — ofurlítið meira af söngplötum meistaranna: Caruso, Gigli, Seipa, Sjaljapin, Galli Cursi o. m. fl. — að ógleymdum okkar eigin ,,meisturum“ Maríu Markan og Stefáni Guðmundssyni. — Stefán heyrist sárasjaldan, en ýmsir aðrir eru margsinnis gatslitnir. Og mundi það saka nokkuð eyru landsins barna, þó að jazzgargið — sá helvízki hávaði — minnkaði einhverja vitund? Það er nóg til af hljómfögrum danslögum, sem ýskra ekki í hlust- unum á manni eins og skafi við skófnapott. Gisli Magnússon. Til athugunar. Vel mundi því tekið, ef tekið væri upp yfir sumarmánuðina að lesa dagskrá sunnudagsins í seinni fréttatíma, kvöldið áður eða um hádegið á sunnudaginn. Þetta kæmi sér einkum vel fyrir okkur syeitafólkið. . . . Hálfdán Arason. Bréfk.aflar undan Þrihyrningi. Þegar tal manna berst að útvarpinu, þá er viðkvæðið alltaf hið sama: ,,Otvarpinu er alltaf að fara aftur'*. Og því miður er þetta sannleik- ur. Þegar borin er saman dagskrá útvarpsins eins og hún var fyrir 3—4 árum, og eins og hún er nú, þá leiðir sá samanburður skýrt í ljós aftur- för. Og einna mest hefur afturförin orðið nú í vet- ur. Má t. d. nefna kvöldvökurnar, þessi gömlu tilhlökkunarefni alls þorra hlustenda, sem nú eru orðnar yfirleitt mjög þurrar og leiðinlegar, þó þar séu einstaka undantekningar. — Þátturinn um daginn og veginn, sem áður var mjög kær- kominn, er nú orðinn nokkurskonar ruslakista, þar 8em hver og einn getur hent sínu andlega skrani, eftir eigin geðþótta. Einn dagskrárliður hefur batnað í vetur; þátt- urinn Minnisverð tíðindi. Voru góð skifti frá því sem áður var, að fá þá Axel Thorsteinsson og Jón Magnússon til að flytja þennan þátt. — Það er ekki hægt að segja að mjög létt sé yfir dagskrá útvarpsins, hvað tónleikana áhrærir. Það kemur tæplega fyrir að kætandi eða örvandi tónn heyrist; má þykja gott að fá harmóníkulög í 25 mínútur vikulega. Það er þó ekki nærri alltaf, því hið mjög svo hagsýna útvarpsráð hefur jafnan ætlað harmóníkulögunum þann tíma, sem 254 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.