Bankablaðið - 01.12.1942, Side 30

Bankablaðið - 01.12.1942, Side 30
2 BANKABLAÐIÐ Að þessu sinni hefir Bankablaðið orðið síðbúið til heimangöngu. Hafa orðið á vegi þess ýmsar tálmanir á jólaföstunni. Ég hóf undirbúning að útkomu blaðsins í byrjun desember, i tómstundum frá margvíslegum störf- um. Mér var strax Ijóst, eins og raunar áður, að desember er annamesti tími í prentsmiðjum og ekki sízt nú í stór- streymi peningaflóðsins. Kapp og ákefð blaða- og bókaút- gefenda fær fyrst verulega útrás í desember þegar komið er í eindaga að koma prentuðum söluvarningi á jóla- markaðinn. Til þess að vera ekki í vegi þessara áhuga- sömu athafnamanna, sem sumir hverjir jafnvel vaka dag með nóttu eftir myndamótum aulýsendanna fyrir „sitt“ blað, kaus ég frekar að fresta útkomu blaðsins í nokkra daga og reyna þá um leið að láta það líta betur út og geyma meira og gagnlegra efni. Ég er þó engan vegin ánægður. Um efni blaðsins vil ég segja þetta. Það er of fátæklegt. Enginn jólamat- ur, aðeins hversdagslegur blaðamatur. Ég hefði kosið blaðið margfalt betra. En eins og blaðið er nú búið verð- ur það að staulast af stað, og taka þeim kveðjum, sem á það verður kastað. Aðeins örfáir bankamenn skrifa í þetta blað, kann ég þeim þakkir fyrir góða liðveizlu. Aðrir, sem ég hefi leitað til, verða vonandi með næst. Ef ritstjóri blaðs- ins á einn að annast samning velflestra ritgerða er hætt við að fáir verði fúsir til þeirra starfa og hætt er einnig við, að blaðið verði of einhliða og meira til leiðinda en fróðleiks og ánægju eins og því var uppliaflega ætlað. Ég vil þó vekja athygli á grein Þorsteins Jónssonar bankafulltrúa um endurminningar frá fyrstu starfsár- um hans í Landsbankanum. Það væri ánægjulegt lestrarefni, ef að fleiri af eldri

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.