Bankablaðið - 01.12.1942, Side 38

Bankablaðið - 01.12.1942, Side 38
10 BANKABLAÐIÐ ÚR MINNISBLÖÐUM Ég kom í Landsbanka Islands um miðjan maí árið 1914. Tók ég við inn- heimtu bankans af Guðmundi Oddgeirs- syni, sem þá fór í íslandsbanka. Árs- laun mín voru 1600 krónur, en hækkuðu um næsta nýjár í 1800 krónur. Þóttu það sæmileg laun á þeim dögum, en fljótlega breyttist viðhorfið sökum heimsstyrjaldarinnar miklu, er skall á í ágústbyrjun árið 1914. — Landsbank- inn hafði þá aðsetur í sama húsi og nú, en húsið var þá mikið minna. Brann þetta hús að mestu leyti vorið 1915 og var síðar endurbyggt, eftir mörg ár, en svo sem kunnugt er, hafði bankinn aðsetur sitt í pósthúsinu og þar sem nú er Reykjavíkur Apótek á meðan hann átti ekki hús sjálfur. — Þegar ég kom í bankann voru þeir bankastjórar Björn Kristjánsson og Björn Sigurðsson. — Gæslustjórar voru Vilhjálmur Briem og Jón Gunnarsson. Bókari var Richard Torfason, en aðstoð- arbókari Guðmundur Loptsson. Gjald- keri var Jón Pálsson, endurskoðandi (innan bankans) Árni Jóhannsson. Auk þessara manna voru í bankanum: Jakob Möller, Ágúst J. Johnson, Jón Halldórs- son, Sigríður Brynjólfsdóttir, Sigríður Bogadóttir, Augusta Björnsdóttir. Síðar um sumarið komu Guðmundur Guð- mundsson og Einar Sveinn Einarsson. Veðdeildarstjóri var Hannes Blöndal. Landsfjárhirslan var þá undir yfir- stjórn bankans og var landsféhirðir V. Claessen og Ásta Magnúsdóttir vann þar. Dyravörður var Guðmundur Jóns- son. — Vinna hófst í bankanum kl. 9,80 að morgni og var venjulega lokið kl. 4. Þó var oft unnið lengur af ýmsum starfsmönnum, eftir því sem á stóð — en aðallega voru það tveir menn, sem voru störfum hlaðnir eftir hinn venju- lega vinnutíma, en það voru gjaldkeri og aðstoðarbókari. Það er enginn vafi á því, að allt of miklu verki var hlaðið á gjaldkerann, Jón Pálsson. — En Guðmundur Loptsson færði dagbókina á móti honum. Sátu þeir oft fram á nótt við það, að gera upp bækur sínar og sjóði. — Jón Pálsson hafði engan fast- ann aðstoðarmann, en verk hans var svo mikið og erfitt, að engin leið var fyrir einn mann að hafa það af, oft á tíðum. Varð hann þá að leita á náðir annarra starfsmanna um aðstoð, en þar sem þeir höfðu, flestir eða allir, fullu starfi að gegna, varð þetta óvinsælt, olli oft misskilningi og óánægju í bankan- um. Var þetta illt, því vafalaust var starfslið bankans, um þær mundir, ein- valalið. Bankastjórarnir voru, báðir, framúr- skarandi dugnaðarmenn og skyldurækn- ir við starf sitt. Þeir mættu í bankanum á sama tíma og annað starfsfólk og unnu allan venjulegan starfstíma og oft lengur. Þeir voru yfirlætislausir og umgengust undirmenn sína alúðlega og af skilningi en ætluðust til þess, að starfsmennirnir sýndu þeim og stofn- uninni tilhlýðilega virðingu. — Laun bankastjóra voru þá 6000 kr. á ári — og engar aukagetur. En aukauppbætur ýmsar, sem nú tíðkazt, — illu heilli — meðal æðstu manna í þjóðfélagi voru, þekktust þá naumast, eða alls ekki. —

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.