Bankablaðið - 01.12.1942, Side 39

Bankablaðið - 01.12.1942, Side 39
BANKABLAÐIÐ II Þeir gátu gefið sig óskifta að starfi sínu. — Ég tel, að launa beri forstjóra fyrir- tækja ríkisins vel, en forðast öll auka- fríðindi og einnig það, sem nú er mjög algengt, að hlaða á þessa menn auka- verkum. Venjulega var allmikið að gera í bankanum nokkra mánuði, vor og haust, hér um bil hálft árið, eða vel það, en lítið frá því um miðjan janúar fram í marzlok og svo um hásumarið. — Kom það sér vel vegna sumarleyfa, sem þá voru 10 dagar virkir. Nú er öldin önn- ur, þegar aldrei er hlé og síst að sumri til. Ekki var leyft að fara úr bankan- um til matar um hádegið, menn unnu frá 9,30—4 en höfðu með sér bita, er þeir borðuðu í bankanum. Ekki var vinnu lokið fyr á laugardögum en aðra virka daga. — Frá þessum fyrstu dögum er mér minnisstæðastur bókarinn, Richard Torfason, hinn fríði og glæsilegi atorku- maður með gott og viðkvæmt hjarta undir nokkuð harðri skel. Einnig minnist ég Hannesar Blöndals skálds, hins glaða og góða manns — sem samt ól í huga sínum þrá, sem hann fékk ekki fullkomlega upp- fyllta. — Báðir eru nú þessir menn komnir undir græna torfu, — einnig Guðmundur Jónsson dyravörður, sem alltaf var eins og barn fram til elli og þekkti ekki svik né pretti. — Allra minna starfsfélaga frá þessu fyrsta ári mínu í bankanum minnist ég nú með þakklæti og hlýjum huga og óska þess að hinir dánu fái frið en ,,hinir líkn sem lifa“. Þorsteinn Jónsson. Kjörfundur F. S. Ú. í. Kjörfundur F. S. Ú. í. var haldinn 5. des. síðastliðinn. Voru kjörnir níu félagsmenn til þess að vera í kjöri við kosningu stjórnar á aðalfundi félagsins 21. jan. n.k. Þessir hlutu kosningu: Adolf Björnsson, Andrés Ásmundsson, Baldur Sveinsson, Bjarni Guðbjörnsson, Henrik Thorarensen, Hjálmar Bjarnason, Kári Sigurðsson, Sverrir Thoroddsen, Þormóður Ögmundsson. 1 kjörstjórn voru kosnir Guðjón Hall- dórsson, Gunnar Guðmundsson og Bjarni Sighvatsson. Nýtt starfsfólk í Útvegsb. íslands: Kristjana Kristjánsdóttir, Margrét Ragnarsdóttir, Margrét Heiðdal, Ragnheiður Jóhannsdóttir, Þorbjörg Tryggvadóttir, Gunnar Davíðsson, Haraldur Björnsson, Ársæll Magnússon. Gunnlaugur Björnson, sem undanfar- in ár hefir starfað í Landsbanka ís- lands, réðst til Útvegsbankans 1. okt. s.l. Böövar Kvaran hætti störfum í Út- vegsbanka Islands h.f. á síðastliðnu hausti og tók við forstjórn verksmiðj- unnar Juno h.f. J'úlíus Jónsson, settur gjaldkeri á Akureyri, hefir verið skipaður í starfið.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.