Bankablaðið - 01.12.1942, Side 49

Bankablaðið - 01.12.1942, Side 49
BANKABLAÐIÐ 21 heildsala, lætur hann fylgja skömmtun- arávísun bókaða af banka sínum, sem um leið skuldar reikning kaupmanns- ins. Kaupmaðurinn færir hverja út- tekt á stofn ávísunarinnar og fylgist nákvæmlega með inneign sinni eins og samviskusamur peningamaður. Heildsalinn, sem fær skömmtunarávís- unina, leggur hana inn í sinn banka, og þegar hann sendir pöntun til ein- hverrar vei-ksmiðju fer hann eins að og smásalinn. Ef til vill er of fljótt að fullyrða, að breska fyrirkomulagið sé algjörlega fullkomið, en fjögurra mánaða reynzla hefir sýnt, að enginn hefir kvartað eða efast um réttláta framkvæmd frá fyrstu hendi til síðustu afgreiðslu. Þungur dómur í Florida í Ameríku var fyrir nokkru uppkveðinn dómur, sem vakti mikla athygli. Maður nokkur, sem hafði viðskipti við First National Bank, gaf út ávísun, að upphæð $ 475, á reikning sinn. En áður en ávísuninni var framvísað, kom hann boðum til bankans og bað um að ávísunin yrði ekki innleyst. Þrátt fyrir beiðni viðskiptamannsins var ávís- unin bókuð og borguð út. Viðskiptamaðurinn fór þá í mál við bankann og krafðist ekki eingöngu endurgreiðslu á andvirði ávísunarinnar $ 475 heldur og þúsund dollara skaða- bóta. Bankinn mótmælti ekki að hafa borgað út ávísunina eftir að beiðni hefði komið um að stöðva greiðslu hennar, og fékk því viðskiptamaðurinn alla kröfuna tildæmda. Aðalfundur félags starfs- manna Landsbanka Islands árið 1942 var haldinn 14. október í fundarsal félagsins. Formaður félags- ins Klemens Tryggvason skýrði frá markverðustu störfum stjórnarinnar og félagsmanna á hinu liðna ári. Meðal annars hafði stjórnin beitt sér fyrir því, að hinir yngri og lakast launuðu starfsmenn fengu einhverja lagfæringu launa sinna, og eftir nokkrar umræður og bréfaskriftir við bankastjórn varð að samkomulagi að tilnefna þrjá menn, einn frá starfsmönnum, annan frá bankastjórn og þriðja frá bankai’áði, til að vinna að lausn þessa vandamáls. Reikningar félagsins og einnig reikn- ingar námssjóðs voru lesnir upp og samþykktir. Stjórnarkosning fór þannig, að kos- inn var form. Klemens Tryggvason og meðstjórnendur þeir Haukur Vigfússon og Björn Björnsson. Varamenn: Björn Ólafs og Höskuldur Ólafsson. Endur- skoðendur: Eyjólfur Eyjólfsson og Ein- ar Þorfinnsson. í stjórn námssjóðs hlutu kosningu þeir: Eiríkur Einarsson, Svanbjörn Frímannsson, Þorsteinn Jónsson, Þor- gils Ingvarsson og Sigríður Brynjólfs- dóttir, en til vara: Höskuldur Ólafsson og Vilhjálmur Lúðvíksson. Endurskoð- endur: Eggert Bachmann og Björn Björnsson. Bankinn áfrýjaði málslokum þessum til yfirréttar, en þar féll dómur á sömu leið.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.