Bankablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 29

Bankablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 29
BANKABLAÐIÐ hús hans megi komast hjá frekari skemmd- um af völdum hildarleiksins. Mun það setja mikinrj og fagran svip á I.undúnaborg í framtíðinni. Mega Englandsbanki og brezka þjóðin vissulega vera stolt af þess- um samastað bankans. Hér er þess eigi kostur að rekja þátt þeirra manna, sent veitt hafa Englands- banka forstöðu á hinum ýmsu tímum. Ýms- ir hinna fyrstu forystumanna bankans urðu miklir frömuðir stjórnmála og viðskipta á Bretlandi og Englandsbanki hefur allajafna Montagu Norman var bankastjóri Englandsbanka i ár. Áður hefur enginn gegnt þvi starfi lengur en 6 ár. átt því láni að fagna, að til hans hafa ráðizt mikilhæfir forustumenn, sem hafa í senn vcrið stórhuga og framtakssamir og for- sjálir og aðgætnir. — Mun það að sjálf- sögðu fyrst og fremst forustumönnum og starfsliði bankans á hverjum tíma að þakka, hversu bankanum hefur tekizt giftu- samlega að sigla flevi sínu heilu í höfn af hafróti liðinna alda. Englandsbanki hefur 41 ekki farið varhluta af erfiðleikum og marg- víslegunt hættum. Hvarvetna er mótgangi að mæta, en ef til vill eru sveiflur láns og óláns hvergi stórfelldari en á vettvangi fjár- málanna og viðskiptanna. Margar lilið- stæðar stofnanir og Englandsbanki var í upphafi, hafa orðið að una hruni á því tímabili, sem hann hefur starfað. En hann hefur staðið af sér straum erfiðleikanna og orðið voldugri eftir sérhvern mótgang. Sá foruslumanna Englandsbanka, sem kunn- astur er nútímamönnum utan Bretlands, er fyrrverandi bankastjóri hans, Montagu Norman, en hann lét af störfum hinn 18. apríl síðast liðinn. Núverandi bankastjóri Englandsbanka er Catto lávarður af Cairn- catto. Saga Englandsbanka er saga mikilla breytinga og straumhvarfa. Hún er saga tímabils hinnar miklu tækni og vélamenn- ingar. A þeim tvö hundruð og fimmtíu ár- um, sem liðin eru frá stofnun hans, liefur ný öld setzt að völdum og látið áhrifa sinna gæta með þeim hætti, að lengi mun í minn- um haft. Englandsbanki hefur verið barn sinna tíma. Hann hóf starfsemi sína sem lítil stofnun, er margir spáðu feigð. Hon- um mættu margir erfiðleikar í öndverðu og oft og tíðum eftir að honum tók að vaxa fiskur um hrygg. En þróun hans hefur verið örugg og markviss. Nú er bankinn, sem forðum hafði í þjónustu sinni seytján bankaritara og tvo dyraverði, starfsvett- vangur fjögurra þúsunda manna. Hann er voldugasta bankastofnun á Bretlandi og ein af mestu miðstöðvum fjármála og við- skipta víðrar veraldar. Slíkur er sá orðstír, sem hann hefur getið sér, þegar áfanga tvö hundruð og fimmtíu ára afmælisins hefur verið náð. Englandsbanki hefur með margvíslegum hætti verið forustustofnun fjármála og við- skipta á Bretlandi. Hann hefur orðið fyrir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.