Bankablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 24
36
BANKABLAÐIÐ
Að sjálfsögðu var meginorsök banka-
stofnunarinnar sú, að ríkisstjórnin þurfti
mjög á fé að halda til þess að geta staðið
straum af hernaðarútgjöldunum. En hug-
mynd að stofnun voldugs banka á Bret-
landi var þó engan veginn ný af nálinni,
enda höfðu þegar starfað nokkrir bankar
þar í landi, eins og þegar hefur verið á
minnzt, þegar Englandsbanki var stofnað-
ur. Bankarnir í Genúu á Ítalíu og Amster-
dam í Hollandi höfðu verið stofnaðir
mörgum árum áður og gefið hina beztu
raun. Einnig höfðu brezkir fjálmálafröm-
uðir haft kynni af bönkum þeim, er störf-
uðii í Hamborg og Svíþjóð. Var það sízt
að undra, þótt þeir menn, sem kynnzt
höfðu bankastarfseminni erlendis, teldu
ástæðu til þess að ætla, að unnt væri að
reka banka með góðum árangri á Englandi
og bæta þannig úr brýnni þörf hins opin-
bera og alþjóðar.
Þeir menn, sem telja má að eigi frum-
kvæðið að stofnun Englandsbanka, eru
fyrst og fremst hinn mikilhæfi og frægi
Skoti William Paterson, Charles Montagu,
sem síðar varð Halifax lávarður, og Mich-
ael Godfrey. Kom tillagan um bankastofn-
unina frá nefnd kaupsýslumanna og við-
skiptafrömuða í Lundúnum, er starfaði að
því að finna ráð og leiðir til þess að ráða
bót á fjármálavandræðum ríkisins. En því
fór fjarri, að menn væru á einu máli um
þessa nýjung. Voru það einkum stjórnar-
andstæðingar, sem beittust gegn hugmynd-
inni að bankastofnuninni og munu þeir að
sjálfsögðu fyrst og fremst hafa óttazt það,
að stjórnin myndi nota sér bankann að
bakhjarli og styrkjast þannig í sessi. En
lögin um stofnun bankans voru þó sam-
þykkt í brezka þinginu í aprílmánuði árið
1694.
Þeir Montagu og Godfrey munu hafa
reynzt skeleggastir við undirbúning banka-
stofnunarinnar, enda þótt Paterson muni
hafa átt hugmyndina að stofnun hans eigi
síður og lagt á góð ráð um framkvæmd
málsins. Paterson var maður framsýnn og
hugmyndasnjall. Var hann um flest á und-
an samtíð sinni, stórhuga og framtaksfús
og lét mörg og merk stórmál til sín taka.
En ástæðan fyrir hinum mikla þætti Mon-
tagus og Godfreys í sambandi við fram-
kvæmd málsins liggur í augum uppi öllum
þeim, sem kynnt hafa sér viðhorfin í Bret-
landi og þá fyrst og fremst Lundúnum á
þessum tíma. Montagu var mikilhæfur
stjórnmálamaður og beitti sér af alefli fyrir
því á þingi, að lögin um stofnun bankans
næðu fram að ganga. Godfrey naut mik-
illa vinsælda í höfuðborginni og varð fyrsti
aðstoðarbankastjóri Englandsbanka. Munu
vinsældir jjær, er hann átti að fagna í
borginni mjög hafa ýtt undir það, að lög-
in um bankastofnunina náðu fram að
ganga árið 1694. Því hefur og verið liald-
ið fram, að Vilhjálmur þriðji hafi verið
einn af stofnendum bankans og hefur Jaess
verið látið getið opinberlega, þar sem hann
var nefndur einn stofnandi hans í áletrun
á myndastyttu af honum, sem stóð í and-
dyri gamla bankahússins. Þó er það skoðun
manna nú orðið, að sú muni ekki hafa
verið raunin, heldur hafi hér verið um að
ræða kænskubragð af hálfu hinna fyrstu
forstöðumanna bankans til þess að afla
hinni ungu stofnun vinsælda meðal þjóð-
arinnar.
Hinn 21. júní 1694 hófst hlutafjársöfnun
og var lienni lokið á tíu dögum og allt
hlutafé innborgað. En það var 1,2 millj.
sterlingspund. Var Jrá kosið bankaráð og
bankastjórn. í stofnskrá var ákveðið, að
þeir einir skyldu liafa atkvæðisrétt á stofn-
fundi bankans, sem ættu minnst hlutafé
fimm hundruð sterlingspund. Einnig var
Jiar ákveðið, að stjórn bankans skyldi skip-