Bankablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 54

Bankablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 54
66 BANKABLAÐIÐ Fjármálaf undurinn í Bretton Woods Bankablaðið hefir snúið sér til Ás- geirs Ásgeirssonar og fengið hjá hon- um eftirfarandi útdrátt úr skýrslu ís- lenzhu sendinefndarinnar og sam- þykktum fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóð og Alþjóðabanka. — íslenzku sendi- nefndina skiþuðu þeir Magnús Sig- urðsson bankastjóri, sem var formað- ur, Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri og Svanbjörn Frímannsson formaður Viðskiþtaráðs. Ungfrú Marta Thors var ritari nefndarinnar. I. Skýrsla nefndarinnar. Stjórn Bandaríkjanna stofnaði til fund- arins og bauð til lians fulltrúum frá ríkis- stjórnum allra Sameinaðra þjóða og þeirra þjóða, sem með þeim vinna (United and Associated Nations). Fundinn sóttu sendi- nefndir frá 44 þjóðum og voru sumar þeirra all-fjöllmennar. Fundurinn lrófst á tilsettum tíma, 1. júní s.l. og stóð til 22. s. m. Fyrir fundinn voru lögð tvö frumvörp, annað unt samþykktir fyrir Gjaldeyrissjóð og hitt um samþykktir fyrir Alþjóðabanka. Snemma á árinu 1943 birti Bandaríkja- stjórn tillögur unt Gjaldeyrissjóð, sem kenndar eru við Harry D. White, aðalhöf- und þeirra. Um líkt leyti birti Bretastjórn tillögur um Gjaldeyrisjöfnunarsjóð, sem kendar eru við Lord Keynes. Þá gerði og Canada-stjórn og franskir fjármálamenn til- lögur um gjaldeyrismál eftir stríð. Síðan voru haldnir nokkrir fundir um málið fyrir forgöngu Bandaríkjastjórnar og mættu á þeim fundum fulltrúar ntargra ríkisstjórna og sérfræðingar, sem boðin hafði verið þátt- taka í undirbúningi málsins. Lauk þeim samningum með því, að samkomulag varð um þær tillögur, sem lagðar voru fyrir fundinn í Bretton Woods. Fundarstörfum í Bretton Woods var þannig hagað, að fyrst var skipt í þrjár nefndir, og skyldi sú fyrsta fjalla um Gjald- eyrissjóðinn, önnur um Alþjóðabankann og hin þriðja um önnur mál, sem frarn kynnu að verða borin. Var þeim svo aftur skipt upp í undirnefndir, og enn voru sett- ar sérstakar nefndir, þegar jafna þurfti ágreining. Fundarstörfin fóru að mestu fram í nefndunum og tókst yfirleitt vel að jafna ágreining, svo að sjaldan kom til nafnakalls á hinum sameinuðu fundum. Hinum upphaflegu frumvörpum var að vísu breytt allmjög að ytra útliti, en um aðalefni og tilgang voru hinar upphaflegu tillögur samþykktar af öllum fulltrúum að lokum, og vart ástæða til að tilgreina hina fáu fyrirvara, sem fram komu í fundarlok. Var það brýnt fyrir fulltrúum í fundar- byrjun, að ef úr alþjóðasamstarfi um fjár- mál ætti að verða, þá þyrftu þeir að taka á málunum sem samstarfsmenn, en ekki sem keppinautar, og gekk það eftir. Á fund- inum var ríkjandi eindreginn áhugi fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.