Bankablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 53

Bankablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 53
B AN KABLAÐIÐ 65 röð, með því að þar er sú stétt landsins er nægjanlegt „afl þeirra hluta er gera skal“ er hvað allra nauðsynlegast, en henni veitti áður einna örðugast að vera sér úti um það afarkostalaust. Þetta er og berum orðum fram tekið í sjálfum bankastofnunarlögunum. Þar stendur að sá skuli vera tilgangur bankans að efla og greiða fyrir framför- um íslendinga í verzlun, búnaði, fisk- veiðum og iðnaði og yfir höluð bæta úr peningaskipun landsins. Þetta er hið víðtæka verkefni bankans. Og það óskum vér og vonum að hon- um takist sem bezt af hendi að leysa.“ íslandsbanki hóf starfsemi sína í Ing- ólfshvoli. En á öðru starfsári lesti bankinn kaup á lóð við Lækjartorg og Austurstræti og reisti þar myndarlega byggingu. Þangað flutti bankinn í apríl 1906 og })ar starfar nú Útvegsbanki íslands. Fyrsti aðalbankastjóri íslandsbanka var ráðinn danskur maður að nafni Emil Schou. Honurn til aðstoðar voru tveir ís- lendingar, Páll Briem, amtmaður, er and- aðist í desember sama ár, og Sighvatur Bjarnason, er áður var bókari í Landsbank- anum. Gjaldkeri var ráðinn Þórður }. Thoroddsen læknir, ritari Hannes Thor- steinson, bókari Sveinn Hallgrímsson og aðstoðarmaður Jens B. Waage, er síðar varð bankastjóri í íslandsbanka. Þrjú útibú stofnaði bankinn 1. sept. 1904, á Akureyri, Isafirði og Seyðisfirði. A Akureyri var Þorvaldur Davíðsson val- inn útibússtjóri, á ísafirði Helgi Sveinsson og á Seyðisfirði Eyjóllur Jónsson. Útibúið í Vestmannaeyjum var stofnað 1919 og hefir Viggó Björnsson stjórnað því frá upphafi og gerir enn. Reikningslán Þegar bankinn veitir reikningslán, þá er tilætlunin að lánþegi éti ekki lánið út, eins og kornmatarlán úr kaupstað, heldur sé það til þess að gera hann færari um að afla sér meira fjár. Ef maðurinn notar þessa peninga aðeins til þess að eiga betri daga, eða til munaðar, og lætur lánið standa, eins og liann ætlaði að láta það standa til dómsdags þá fer bankinn að láta brýrnar síga og segir við manninn: Hvernig er um lánið vinur! Þú notar það eigi til að afla þér fjár. Lánið stendur í stað, starfsþrek þitt eyðist. Ef þessu heldur áfram þá fara viðskiptin að vera varasöm, larðu nú að hugsa um að afla þér fjár. Ann- ars vill bankinn ekki hætta fé sínu hjá þér. Nú verður maðurinn steinhissa og segir við bankann: Hvað varðar þig um þetta? Er þér ekki nóg að hafa trygginguna? En þá svarar bankinn: Nei vinur. Að grípa til tryggingarinnar er aðeins síðasta neyðarúrræði mitt. Trygg- ingin er trygging. Það sem mér er fyrir mestu er að hafa viðskiptamenn, sem spara og afla ljár. Hagur þeirra á að blómgast og dafna. A þessu byggist heilbrigt viðskipta- líf, sem er lífsskilyrði bankans. Páll Briem. Jón G. Mariasson, sem var settur bankastjóri Landsbankans meðan Vilhjálmur Þór var ráðherra, frá desember 1942 til október 1944, er nú sett- ur bankastjóri fyrir Pétur Magnússon, með- an hinn síðar nefndi gegnir ráðherra- störfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.