Bankablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 63

Bankablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 63
BAN KABLAÐIÐ 75 Danskir bankamenn og dýrtíðarmálin Hér fer á eftir þýðing á grein með fyrir- sögninni „Mere om Dyrtidssituationerí', sem birtist í málgagni bankamannasam- bandsins danska, „Bankstanderí', í júlí 1941. Er það síðasta liefti þess rits, sem borizt hefur hiiigað til lands. Greinin lýsir þeim erfiðleikum, sem liinir dönsku starfs- bræður okkar hafa átt við að stríða af völdum dýrtíðarinnar þar í landi og með hvaða liugarfari þeir taka þeim. — Síðan greinin var skrifuð eru liðin þrjú örlaga- rík ár, sem áreiðanlega hafa fært stéttinni stóraukna erfiðleika. — Greinin er birt hér ekki einungis til þess að færa mönn- um fréttir af dönskum bankamönnum, heldur líka vegna þess, að viðhorf hennar hafa almennt gildi. K. T. að kynna sér sérhvert mál er hann fékkst við út í yztu æsar. Og mun það tiltölulega fáu'tt, að maður með ekki meiri undir- búningsmenntun en hann hafði, geti tekið að sér jafn umfangsmikið starf og útibús- stjórastarfið er, en það er þó allra manna mál, er til þekkja, að hann hafi verið sér- staklega reglusamur í því starfi og mikill afkastamaður við vinnu. Ef skildi minnst á nokkurt mál sérstak- lega, sem Eyjólfur studdi af ráði og dáð, var rafmagnsveita Seyðisfjarðar — enda, að mig minnir alla tíð í rafmagnsnefndinni og formaður hennar. Eyjólfur var mjög glöggur á alla list, og listmálaði myndir sínar stækkaðar glæsilega. Ekkja hans, Sigríður Jensdóttir, rekur nú myndastofuna, með þeirri snilli sem henni er lagin í þeirri grein, sem öllu því er hún kemur nálægt. Ég minnist þess dugmikla, greinda, orð- hressa og glöggsæja manns með virðingu. Sig. Arngrímsson. Dýrtíðarmálin hafa verið mikið rædd, bæði hér í blaðinu og á.fundum banka- manna víðs vegar um landið, og hafa menn á þann hátt fengið glögga hugmynd um dýrtíðina og það, hve stétt okkar verður hart úti af liennar völdum. Meðferð okk- ar á þessu máli heíir verið miðuð við það að lýsa sem bezt ástandinu eins og það er, svo að ekki orki tvímælis, að óskir okkar og vonir um sanngjarnar bætur séu rétt- mætar. Þrátt fyrir þetta er svo að sjá sem sumar bankastjórnir séu enn þeirrar skoðunar, að ástandið sé ekki eins slæmt og við höf- um haldið fram. Þetta á sjálfsagt rót sína að rekja til þess, að afkorna bankafólks lítur á yfirborðinu út fyrir að vera eins góð og áður. Ekki hefur verið unnt að greina nein merki stéttarhrörnunar, livorki í útliti fólks né framkomu. Það má segja bankafólkinu það til hróss, að það hefur í lengstu lög kappkostað að lialda því vel- gengnisyfirbragði, sem einkennt hefur stétt- ina til þessa, en það væri mikill misskiln- ingur að draga af því þá ályktun, að allt sé í lagi, og að óþarft sé að ganga til móts við sanngjarnar kröfur bankamanna um dýrtíðaruppbót. Flestir starfsbræðra okkar og fjölskyldur þeirra hafa á umliðnum ár- um sett sóma sinn í það að halda viðun- andi lífskjörum og hafa flestar banka- stjórnir litið á það sem sjálfsagðan lilut. Allir bankamenn eru þannig gerðir, að þeir vilja leggja allt í sölurnar til þess að svo líti sem lengst út sem þeir haldi þessum lífskjörum, þess vegna lítur allt vel út á yfirborðinu. Undanfarið hafa bankamenn, samtímis því að fjárhagserfiðleikarnir hafa vaxið dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.