Bankablaðið - 01.12.1944, Side 54

Bankablaðið - 01.12.1944, Side 54
66 BANKABLAÐIÐ Fjármálaf undurinn í Bretton Woods Bankablaðið hefir snúið sér til Ás- geirs Ásgeirssonar og fengið hjá hon- um eftirfarandi útdrátt úr skýrslu ís- lenzhu sendinefndarinnar og sam- þykktum fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóð og Alþjóðabanka. — íslenzku sendi- nefndina skiþuðu þeir Magnús Sig- urðsson bankastjóri, sem var formað- ur, Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri og Svanbjörn Frímannsson formaður Viðskiþtaráðs. Ungfrú Marta Thors var ritari nefndarinnar. I. Skýrsla nefndarinnar. Stjórn Bandaríkjanna stofnaði til fund- arins og bauð til lians fulltrúum frá ríkis- stjórnum allra Sameinaðra þjóða og þeirra þjóða, sem með þeim vinna (United and Associated Nations). Fundinn sóttu sendi- nefndir frá 44 þjóðum og voru sumar þeirra all-fjöllmennar. Fundurinn lrófst á tilsettum tíma, 1. júní s.l. og stóð til 22. s. m. Fyrir fundinn voru lögð tvö frumvörp, annað unt samþykktir fyrir Gjaldeyrissjóð og hitt um samþykktir fyrir Alþjóðabanka. Snemma á árinu 1943 birti Bandaríkja- stjórn tillögur unt Gjaldeyrissjóð, sem kenndar eru við Harry D. White, aðalhöf- und þeirra. Um líkt leyti birti Bretastjórn tillögur um Gjaldeyrisjöfnunarsjóð, sem kendar eru við Lord Keynes. Þá gerði og Canada-stjórn og franskir fjármálamenn til- lögur um gjaldeyrismál eftir stríð. Síðan voru haldnir nokkrir fundir um málið fyrir forgöngu Bandaríkjastjórnar og mættu á þeim fundum fulltrúar ntargra ríkisstjórna og sérfræðingar, sem boðin hafði verið þátt- taka í undirbúningi málsins. Lauk þeim samningum með því, að samkomulag varð um þær tillögur, sem lagðar voru fyrir fundinn í Bretton Woods. Fundarstörfum í Bretton Woods var þannig hagað, að fyrst var skipt í þrjár nefndir, og skyldi sú fyrsta fjalla um Gjald- eyrissjóðinn, önnur um Alþjóðabankann og hin þriðja um önnur mál, sem frarn kynnu að verða borin. Var þeim svo aftur skipt upp í undirnefndir, og enn voru sett- ar sérstakar nefndir, þegar jafna þurfti ágreining. Fundarstörfin fóru að mestu fram í nefndunum og tókst yfirleitt vel að jafna ágreining, svo að sjaldan kom til nafnakalls á hinum sameinuðu fundum. Hinum upphaflegu frumvörpum var að vísu breytt allmjög að ytra útliti, en um aðalefni og tilgang voru hinar upphaflegu tillögur samþykktar af öllum fulltrúum að lokum, og vart ástæða til að tilgreina hina fáu fyrirvara, sem fram komu í fundarlok. Var það brýnt fyrir fulltrúum í fundar- byrjun, að ef úr alþjóðasamstarfi um fjár- mál ætti að verða, þá þyrftu þeir að taka á málunum sem samstarfsmenn, en ekki sem keppinautar, og gekk það eftir. Á fund- inum var ríkjandi eindreginn áhugi fyrir

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.