Bankablaðið - 01.12.1971, Page 30

Bankablaðið - 01.12.1971, Page 30
Fréttir úr Búnaðarbankanum Búnaðarbankinn opnaði nýtt útibú í Mos- fellssveit 1. apríl 1971. Utibússtjóri var ráð- inn Páll J. Briem, sem starfað hefur í bank- anum síðan 1939 og verið m. a. deildarstjóri í lánadeild. Þá tók Búnaðarbankinn í notkun nýtt hús- næði í Búðardal hinn 3. ágúst 1971. Fram- kvæmdir höfðu staðið yfir í um það bil 1 ár og kostnaðarverð sem næst áætlun. Húsið er 2 hæðir, 155 m2 að stærð. Á neðri hæð er afgreiðsla útibúsins og skrifstofa útibússtjóra. Á efri hæð eru skjalageymslur og kaffistofa, en hluti af hæðinni er leigður sýslumanns- embættinu í Búðardal. Uppdrættir að bygg- ingunni voru allir gerðir í Búnaðarbankan- um, og hefur Svavar Jóhannsson, skipulags- stjóri, haft yfirumsjón með verkinu. Utibús- stjóri er Skjöldur Stefánsson. Lokið var við síðasta áfanga nýbyggingar við Hlemm, en það var kaffi- og matsalur á 5. hæð, sem tekinn var í notkun 22. nóv. 1971. Nokkrar tafir höfðu orðið á fram- kvæmdum vegna tregðu byggingarnefndar Reykjavíkur á leyfisveitingu fyrir hluta þess- arar hæðar, en nú er þetta langþráða húsnæði komið í höfn og nær fullsetið á hverjum degi. Aðalfundur Starfsmannafélags Búnaðar- bankans var haldinn 28. okt. s.l. I skýrslu formanns kom m. a. fram: 28 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.